Fyrsta stigið í hús

Fjarðabyggð gerði 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum í dag á útivelli.
Þróttur komst yfir með marki á 22. mínútu en það var Vice Kendes sem jafnaði metin á 80. mínútu og þar við sat.
Fyrsta stigið í 2. deild komið í hús og næst er það heimaleikur gegn Magna Grenivík næstkomandi föstudag 21. maí kl. 19.15 í Fjarðabyggðarhöllinni.