Slæmt tap gegn Völsungi

Í Fjarðarbyggðarhöllinn mættust Fjarðabyggð og Völsungur. Báðum liðum hefur verið spáð slæmu gengi en Völsungur byrjaði leikinn í dag miklu betur.
Liðið leiddi leikinn með þremur mörkum gegn engu þegar flautað var til hálfleiks. Markavélin Sæþór Olgeirsson gerði tvö mörk og eitt markanna var sjálfsmark. Filip Sakaluk fékk gott færi fyrir Fjarðabyggð en skotið fór framhjá.
Í seinni hálfleik lék Fjarðabyggð mun betur en inn vildi boltinn ekki. Fyrst slapp Hákon Þór í gegn en skotið var varið. Stefan Kladar átti svo gott skot fyrir utan teig sem var varið yfir í horn og Stefan átt svo skalla í slá Völsungs eftir hornspyrnuna. Alveg undir lokin tók Denis Vnukov svo aukaspyrnu fyrir Fjarðabyggð en aftur fór boltinn í slá.
Betur má ef duga skal og treystum við strákunum til að finna taktinn í næstu leikjum  					<footer class=