Árskort

Í dag hefst sala á árskortum KFF. Tímabilið er að byrja og þá er mikilvægt að hafa áhorfendur til að styðja liðið. Árskort á heimaleiki KFF hafa verið til sölu síðustu ár og munu leikmenn ganga í hús á næstu dögum til að selja kortin.
Stuðningur við félagið er mikilvægur og enn dýrmætara að fá áhorfendur á völlinn til að styðja okkar unga en efnilega lið.
Árskortið kostar kr. 10.000 en hægt verður að fá 2 stk á 15.000 og 3 stk á 20.000. Tilgangur með kaupunum getur einfaldlega verið stuðningur við starfið en auðvitað viljum við sem flesta á völlinn 					<footer class=