Tap gegn Sindra í Mjólkurbikarnum

Fjarðabyggð mætti á dögunum Sindra í Mjólkurbikarnum.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og bæði lið fengu ágætis færi en inn vildi boltinn ekki. Fjótlega í fyrri hálfleik missti Fjarðabyggð Sólmund Aron af velli meiddan og í hálfleik fór Vice Kendes af velli hjá okkur en hann hefur verið að koma tilbaka eftir meiðsli.

Sindri var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk án þess að Fjarðabyggð svaraði. Heilt yfir ágætur leikur en betur má ef duga skal.