Góður sigur á ÍR

Kvennaliðið spilaði sinn fyrsta deildarleik í dag gegn ÍR í Fjarðabyggðarhöllinni.
Skemmst er frá því að segja að sigur vannst á ÍR 5-3. Mörkin skoruðu Freyja Karín Þorvarðardóttir 2 mörk, Alexandra Taberner Tomas 2 mörk og Hafdís Ágústsdóttir eitt mark úr víti.
Flott byrjun og á myndunum má sjá byrjunarlið dagsins og á hinni myndinni hópinn í dag   </section>

		
	<section class=

Slæmt tap gegn Völsungi

Í Fjarðarbyggðarhöllinn mættust Fjarðabyggð og Völsungur. Báðum liðum hefur verið spáð slæmu gengi en Völsungur byrjaði leikinn í dag miklu betur.
Liðið leiddi leikinn með þremur mörkum gegn engu þegar flautað var til hálfleiks. Markavélin Sæþór Olgeirsson gerði tvö mörk og eitt markanna var sjálfsmark. Filip Sakaluk fékk gott færi fyrir Fjarðabyggð en skotið fór framhjá.
Í seinni hálfleik lék Fjarðabyggð mun betur en inn vildi boltinn ekki. Fyrst slapp Hákon Þór í gegn en skotið var varið. Stefan Kladar átti svo gott skot fyrir utan teig sem var varið yfir í horn og Stefan átt svo skalla í slá Völsungs eftir hornspyrnuna. Alveg undir lokin tók Denis Vnukov svo aukaspyrnu fyrir Fjarðabyggð en aftur fór boltinn í slá.
Betur má ef duga skal og treystum við strákunum til að finna taktinn í næstu leikjum   </section>

		
	<section class=

Árskort

Í dag hefst sala á árskortum KFF. Tímabilið er að byrja og þá er mikilvægt að hafa áhorfendur til að styðja liðið. Árskort á heimaleiki KFF hafa verið til sölu síðustu ár og munu leikmenn ganga í hús á næstu dögum til að selja kortin.
Stuðningur við félagið er mikilvægur og enn dýrmætara að fá áhorfendur á völlinn til að styðja okkar unga en efnilega lið.
Árskortið kostar kr. 10.000 en hægt verður að fá 2 stk á 15.000 og 3 stk á 20.000. Tilgangur með kaupunum getur einfaldlega verið stuðningur við starfið en auðvitað viljum við sem flesta á völlinn  </section>

		
	<section class=

2. deild karla: Fjarðabyggð - Völsungur

Karlalið Fjarðabyggðar tekur á móti Völsungi laugardaginn 8. maí kl. 14 í Fjarðabyggðarhöllinni.
Áhorfendur eru nú leyfðir allt að 100 manns og þurfa að dreifa sér um stúkuna þ.e. passa upp á 2 metra regluna og vera alltaf með grímu. Gengið er inn stúkumegin líkt og verið hefur og gefa þarf upp nafn kt. og símanúmer við inngang svk. sóttvarnarreglum.
Fyrsti deildarleikur sumarsins og nú er um að gera að mæta og styðja Fjarðabyggð til sigurs.

Tap gegn Sindra í Mjólkurbikarnum

Fjarðabyggð mætti á dögunum Sindra í Mjólkurbikarnum.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og bæði lið fengu ágætis færi en inn vildi boltinn ekki. Fjótlega í fyrri hálfleik missti Fjarðabyggð Sólmund Aron af velli meiddan og í hálfleik fór Vice Kendes af velli hjá okkur en hann hefur verið að koma tilbaka eftir meiðsli.

Sindri var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk án þess að Fjarðabyggð svaraði. Heilt yfir ágætur leikur en betur má ef duga skal.