Heimaleikur á laugardag

Karlalið Fjarðabyggðar og Dalvíkur/Reynis hafa víxlað heimaleikjum sem þýðir að leikur liðanna laugardaginn 24. maí kl. 14 verður leikinn á Norðfjarðarvelli en leikinn átti upphaflega að spila á Dalvík.

Leikurinn á Dalvík verður svo leikinn miðvikudaginn 30. júlí samkvæmt samkomulagi félaganna.

1. deild kvenna: Fram - Fjarðabyggð

Kvennalið Fram og Fjarðabyggðar mætast í kvöld miðvikudaginn 21. maí í 1. deild kvenna. Leikið verður á Framvelli-Úlfarsárdal og hefst leikurinn kl. 20.

Kíkjum við og hvetjum kvennaliðið okkar.

1. deild kvenna: Fram 3 - 0 Fjarðabyggð

Kvennalið Fjarðabyggðar tapaði í kvöld 3-0 gegn Fram en leikið var á Framvelli-Úlfarsárdal.

Framliðið var 1-0 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað á markamínútunni frægu þeirri 43.

Í seinni hálfleik bætti Fram við tveimur mörkum á 61. og 79. mínútu og lokatölur 3-0.