Jesus Suarez semur við Fjarðabyggð

Spánverjinn Jesus Suarez Guerrero hefur samið við Fjarðabyggð um að leika með liðinu í sumar.
Jesus Suarez hefur leikið á Íslandi síðustu þrjú ár, tvö og hálft þeirra með nágrönnum okkar í Leikni F. en lék með ÍR seinnihluta síðasta sumars.
Jesus Zuarez hefur leikið samtals 63 leiki síðustu 3 ár og skorað í þeim 10 mörk.

Velkominn í Fjarðabyggð Jesus Zuarez

Fjórir ungir leikmenn semja við Fjarðabyggð

Fjórir ungir leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við Fjarðabyggð. Leikmennirnir eru Bjartur Hólm Hafþórsson, Freysteinn Bjarnason, Hákon Þorbergur Jónsson og Oddur Óli Helgason.

Þeir eru allir fæddir árið 2003 og sannkallaðir framtíðarleikmenn. Með þeim á myndinni er Bjarni Ólafur Birkisson og Dragan Stojanovic þjálfari Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.

Nikola semur við Fjarðabyggð

Nikola Kristinn Stojanovic hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Fjarðabyggð.
Nikola sem er nýorðinn 18 ára lék með Fjarðabyggð síðustu tvö sumur samtals 38 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.
Á myndinni má sjá Nikola Kristinn Stojanovic og Bjarna Ólaf Birkisson við undirskrift samningsins.

Til hamingju með samninginn Nikola.

Andri Gíslason í Fjarðabyggð

Framherjinn Andri Gíslason hefur gengið í raðir Fjarðabyggðar frá Víði Garði.
Andri er 26 ára framherji og hefur leikið samtals 108 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 48 mörk.
Andri er uppalinn hjá FH og hefur á ferli sínum spilað m.a. með Þrótti Vogum og Þrótti Reykjavík. Hann heldur sig því við Þrótt með félagaskiptunum í Fjarðabyggð en Þróttur Neskaupstað er að sjálfsögðu eitt aðildarfélaga Fjarðabyggðar.

Velkominn í Fjarðabyggð Andri.

2. deild karla: Fjarðabyggð - Grótta

Fjarðabyggð og Grótta mætast í 2. deild karla laugardaginn 15. september kl. 14.00 á Eskjuvelli.
Liðin hafa mæst í 12 skipti frá árinu 2002 og hefur Fjarðabyggð unnið 5 leiki, 1 endað með jafntefli en Grótta unnið 6.