Aðalfundur félagsins

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær fimmtudaginn 14. mars kl. 17 í Mýrinni Neskaupstað. Þar kom fram að rekstur félagsins hefur batnað síðustu ár og var hagnaður félagsins 4,3 milljónir árið 2018 sem nýttur er til að greiða niður skuldir félagsins.

Ný stjórn var kosin og hana skipa Bjarni Ólafur Birkisson, Helgi Freyr Ólason, Hilmir Þór Ásbjörnsson, Ingi Steinn Freysteinsson og Jóhann Ragnar Benediktsson.

Varamenn verða: Atli Freyr Björnsson, Daníel Geir Hjörvarsson, Ívar Sæmundsson, Sófus Hákonarson og Þórður Vilberg Guðmundsson.