Nikola semur við Fjarðabyggð

Nikola Kristinn Stojanovic hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Fjarðabyggð.
Nikola sem er nýorðinn 18 ára lék með Fjarðabyggð síðustu tvö sumur samtals 38 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.
Á myndinni má sjá Nikola Kristinn Stojanovic og Bjarna Ólaf Birkisson við undirskrift samningsins.

Til hamingju með samninginn Nikola.