Andri Gíslason í Fjarðabyggð

Framherjinn Andri Gíslason hefur gengið í raðir Fjarðabyggðar frá Víði Garði.
Andri er 26 ára framherji og hefur leikið samtals 108 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 48 mörk.
Andri er uppalinn hjá FH og hefur á ferli sínum spilað m.a. með Þrótti Vogum og Þrótti Reykjavík. Hann heldur sig því við Þrótt með félagaskiptunum í Fjarðabyggð en Þróttur Neskaupstað er að sjálfsögðu eitt aðildarfélaga Fjarðabyggðar.

Velkominn í Fjarðabyggð Andri.