Adam Örn Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Adam Örn Guðmundsson skrifaði undir nýjan samning við Fjarðabyggð sem gildir til tveggja ára.

Adam er 17 ára miðjumaður og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 32 leiki með Fjarðabyggð og skorað í þeim 2 mörk.

Sannarlega efnilegur leikmaður þarna á ferð. Til hamingju með samninginn.

Á myndinni má sjá Adam Örn Guðmundsson ásamt þjálfara Fjarðabyggðar Dragan Stojanovic.