Jafnt gegn Sindra

Fjarðabyggð og Sindri gerðu 3-3 jafntefli í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggð var 1-0 yfir í hálfleik og skoraði Adam Örn Guðmundsson markið.
Seinni hálfleikur var mun fjörugri og vörðu markverðir liðanna sína vítaspyrnu hvor en leikurinn endaði 3-3. Mörk okkar í seinni hálfleik skoruðu Stefán Bjarki Cekic og Aleksandar Stojkovic.