Góður sigur gegn Einherja

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sigraði í kvöld Einherja 2-0. Bæði mörkin skoraði Ársól Eva Birgisdóttir í fyrri hálfleik. Flottur sigur i síðasta leik Lengjubikarsins.