Stojkovic frá Víði í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fengið sóknarmiðjumanninn Aleksandar Stjokovic í sínar raðir frá Víði Garði.

Bæði þessi lið spila í 2. deildinni í sumar.

Stojkovic kom til Víðis um mitt sumar 2015 og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðan þá.

Í fyrra skoraði Stojkovic sex mörk í tuttugu leikjum þegar Víðir endaði í þriðja sæti í 2. deildinni.

Árið áður skoraði hann fjórtán mörk í átján leikjum þegar Víðir fór upp úr 3. deildinni.

Fjarðabyggð heimsækir Kára í fyrstu umferð í 2. deildinni sunnudaginn 6. maí.

Bjóðum Alexandar Stojkovic velkominn í Fjarðabyggð sem og sóknarmennina Mate Coric frá Króatíu og Milan Stavric frá Serbíu en þeir ættu að fá félagaskipti yfir í Fjarðabyggð á næstu dögum.