Þrir leikmenn skrifa undir samning

Þrír leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Þórður Vilberg Guðmundsson aðstoðarþjálfari.
Næstur er Alexander Freyr Sigurðsson 26 ára og hefur spilað 81 leik í deildarkeppni og skorað í þeim 12 mörk.
Þá er Stefán Bjarki Cekic 17 ára og er að ganga upp úr yngri flokkunum.
Svo er Hákon Huldar Hákonarson 16 ára sem er enn í 3.flokk.
Lengst til hægri á myndinni er Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.