Sigur gegn Hetti

Fjarðabyggð/Huginn sigraði Hött 2-0 í kvöld en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.
Pálmi Þór Jónasson skoraði fyrra markið og Nedo Eres bætti við öðru en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Fjarðabyggð/Huginn fengu fleiri góð tækifæri til að bæta við forystuna en lokatölur urðu 2-0.