Lengjubikarinn að hefjast

Fjarðabyggð/Huginn og Höttur mætast í fyrsta leik B deildar Lengjubikars karla í Fjarðabyggðarhöllinni mánudaginn 26. febrúar kl. 19.00. Frítt er á alla leiki Lengjubikarsins.

Fjarðabyggð/Huginn lék í gær æfingaleik við sameiginlegt 2. flokks lið Austurlands og sigraði 3-0. Mörkin skoruðu Nikola Kristinn Stojanovic tvö og Pálmi Þór Jónasson eitt.