Fjarðabyggð og Huginn saman í Lengjubikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar og Hugins hafa ákveðið að spila saman í Lengjubikar karla B deild en keppni hefst þann 24. febrúar þegar leikið verður gegn Hetti.
Í mars eru svo leikir gegn Völsungi, Einherja, KF og Leikni F.
Huginn var ekki með skráð lið í Lengjubikarnum en nú gefst leikmönnum þeirra möguleiki á að spila góða keppnisleiki.
Við hlökkum til samstarfsins.