Fimm leikmenn semja við Fjarðabyggð

Fimm ungir leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Marinó Máni Atlason 19 ára varnarmaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Næstur er Hafþór Ingólfsson 18 ára varnarmaður sem á 13 leiki með Fjarðabyggð.
Þá er Mikael Natan Róbertsson 19 ára varnar og miðjumaður sem á 27 leiki með Fjarðabyggð.
Svo er Pálmi Þór Jónasson 18 ára miðju og sóknarmaður sem á 9 leiki með Fjarðabyggð.
Lengst til hægri á myndinni er Filip Marcin Sakaluk 19 ára miðjumaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Fyrir aftan þá stendur Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.