Jóhann Ragnar Benediktsson framlengir við Fjarðabyggð

Jóhann Ragnar Benediktsson hefur framlengt samning sinn um að leika með Fjarðabyggð í 2. deild næsta sumar.
Jóhann Ragnar sem er 37 ára hefur leikið samtals 254 leiki í deild og bikarkeppni og skorað í þeim 40 mörk.
Á ferli sínum hefur Jóhann leikið með KVA, Keflavík, Grindavík og Fjarðabyggð.