Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika með liðinu næsta sumar.
Milos Peric er 27 ára markvörður og spilaði 21 leik í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.
Milos Vasiljevic er 29 ára varnarmaður, spilaði 22 leiki í sumar og skoraði í þeim 3 mörk.