Tveir leikmenn í Fjarðabyggð

Hafsteinn Gísli Valdimarsson er kominn í Fjarðabyggð á láni frá ÍBV. Hafsteinn Gísli er 20 ára varnar/miðjumaður og hefur leikið með ÍBV, KFS og Njarðvík undanfarin ár. Hann lék 17 leiki með Njarðvík í 2. deild karla árið 2016.
Spánverjinn Enrique Ramirez Rivas er 24 ára miðjumaður sem leikið hefur á Spáni undanfarin ár.
Báðir hafa leikmennirnir fengið leikheimild með Fjarðabyggð og gætu því tekið þátt í leiknum gegn Vestra á morgun.