Milos Peric og Milos Vasiljevic í Fjarðabyggð

Markmaðurinn Milos Peric og varnarmaðurinn Milos Vasiljevic eru komnir með leikheimild með Fjarðabyggð og leika á mánudag sinn fyrsta leik í Borgunarbikarnum gegn Einherja kl. 12 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Milos Peric er 26 ára markvörður og hefur leikið í Serbíu undanfarin á nú síðast með Car Konstantin í borginni Nis þaðan sem margir leikmenn hafa komið frá til Íslands.

Milos Vasiljevic er 29 ára miðvörður og spilaði síðast með Car Konstantin frá Nis í Serbíu líkt og Milos Peric markvörður.

Velkomnir í Fjarðabyggð.