Sigur gegn Einherja

Fjarðabyggð sigraði Einherja 3-2 í Fjarðabyggðarhöllinni.
Strax í byrjun leiks skoraði Zoran Vujovic nýr framherji Fjarðabyggðar áður en Einherji skoraði tvö mörk með stuttu milibili.

Skömmu eftir það var Zoran tekin niður í teignum og vítaspyrna dæmd. Víkingur Pálmason skoraði úr henni og jafnaði 2-2. Það var síðan Sveinn Fannar Sæmundsson sem skoraði sigurmark Fjarðabyggðar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir gott samspil.

Liðin mætast svo aftur í Borgunarbikarnum mánudaginn 17. apríl kl. 12.00. Endilega mætum og styðjum okkar lið.