Zoran Vujovic í Fjarðabyggð

Framherjinn Zoran Vujovic fékk í dag leikheimild með Fjarðabyggð og leikur á morgun sinn fyrsta leik gegn Einherja kl. 14 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Zoran er 31 árs og hefur leikið með liðum í Grikklandi, Makedóniú, Ungverjalandi, Danmörku og Serbíu þar sem hann lék m.a. eitt tímabil í úrvalsdeildinni.