Sveinn Fannar framlengir við Fjarðabyggð

Sveinn Fannar Sæmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um að spila með liðinu í 2. deild í sumar.
Sveinn sem hefur verið við nám í Danmörku kemur til landsins fljótlega.
Sveinn sem er 23 ára hefur frá árinu 2010 spilað 123 deildar og bikarleiki fyrir Fjarðabyggð og skorað í þeim 9 mörk.