Víkingur Pálmason gerir nýjan samning

Víkingur Pálmason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Fjarðabyggð. Víkingur skipti í Fjarðabyggð fyrir tveimur árum frá Þór Akureyri þar sem hann spilaði frá árinu 2008 en Víkingur er uppalinn hjá Fjarðabyggð. Víkingur hefur spilað 88 leiki og skorað í þeim 17 mörk fyrir Fjarðabyggð, Þór og KF þar sem hann var í láni árið 2011. Til hamingju Víkingur.