Fyrstu heimaleikir í deild um helgina

Karlalið Fjarðabyggðar spilar gegn Tindastól laugardag 13. maí kl. 14.00 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja á Norðfjarðarvelli sunnudaginn 14. maí kl. 14.00.

Liðin þurfa á stuðningi þínum að halda.

Tveir leikir um helgina í boltanum

Karlalið Fjarðabyggðar heldur vestur á Ísafjörð á laugardag 6. maí og spilar gegn Vestra kl. 14.00 í fyrstu umferð 2. deildar.

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja í Borgunarbikarnum.
Leikurinn fer fram á Fellavelli sunnudaginn 7. maí kl. 14.00.

Grannaslagur í Borgunarbikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar og Leiknis F. mætast á sunnudag kl. 14.00 á Norðfjarðarvelli í Borgunarbikarnum.

Liðin hafa mæst í 39 skipti frá árinu 2001. Fjarðabyggð unnið 24 leiki, 6 leikir endað með jafntefli og Leiknir F. unnið 9 leiki.

Skorum á stuðningsmenn að mæta og styðja Fjarðabyggð til sigurs.

Ertu dómari?

KSÍ og KFF leita eftir áhugasömum aðilum til dómgæslu. Töluvert vantar upp á nægan fjölda dómara á Austurlandi. Gætir þú hjálpað?

KSÍ er tilbúið með grunnnámskeið og fagnar öllum sem hug hafa á dómgæslu hvort sem það er að hluta til eða af fullum krafti.

Áhugasamir hafi samband við Bjarna hjá KFF í síma 864-8704.

Endilega kíkið á meðfylgjandi auglýsingu með því að smella hér.

Lengjubikarinn: Leikur gegn Völsungi

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Völsung í síðasta leik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram á Fellavelli þriðjudaginn 18. apríl kl. 18.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Borgunarbikarinn: Fjarðabyggð vann eftir framlengingu

Fjarðabyggð 1 - 0 Einherji
1-0 Zoran Vujovic ('94 ) 
Rautt spjald: Pétur Aron Atlason, Fjarðabyggð ('38 ), Víglundur Páll Einarsson ('106 ) 

Fyrsti leikur Borgunarbikars karla fór fram í dag. Í honum mættust Fjarðabyggð og Einherji í Fjarðabyggðarhöllinni. 

Það dró fyrst til tíðinda á 38. mínútu þegar Pétur Aron Atlason, leikmaður Fjarðabyggðar fékk að líta sitt annað gula spjald. 

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, þrátt fyrir að Fjarðabyggð skyldi leika einum færri allan seinni hálfleikinn. 

Í byrjun framlengingarinnar kom Zoran Vujovic Fjarðabyggð yfir. Zoran er serbneskur framherji sem kom til Fjarðabyggðar á dögunum og hann er strax farinn að láta til sín taka. 

Það reyndist eina mark leiksins, en á 106. mínútu fékk Víglundur Páll Einarsson, spilandi þjálfari Einherja, rautt spjald. 

Fjarðabyggð mætir Leikni F. í næstu umferð

Frétt frá Fótbolta.net.