Grill fyrir leik í boði Kjörbúðarinnar

Kjörbúðin verður með grillaðar pylsur fyrir leik Fjarðabyggðar og Njarðvíkur á Eskjuvelli á morgun laugardag en leikurinn hefst kl. 14.00.

Liðin hafa mæst í 19 leikjum frá 2005. Fjarðabyggð unnið 10, 6 endað með jafntefli og Njarðvík unnið 3.

2. deild karla: Víðir - Fjarðabyggð

Leikurinn fer fram laugardaginn 20. maí kl. 14.00 og leikið verður í Garði.

Liðin hafa mæst í fjögur skipti frá árinu 2002. Fjarðabyggð unnið 3 leiki og Víðir 1.
Liðin mættust síðast í Garði árið 2013 í leik sem Fjarðabyggð vann 0-1 og skoraði Fannar Árnason sigurmarkið.

Georgi Karaneychev í Fjarðabyggð

Georgi er framliggjandi miðju og sóknarmaður sem kemur frá Búlgaríu. Georgi er 28 ára og hefur spilað stærstan hluta sinn ferils í Búlgaríu og á einn leik með 21 árs liði Búlgaríu.

Georgi er kominn með leikheimild með Fjarðabyggð og gæti spilað gegn Tindastól á morgun laugardag 13. maí en leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 14.

Velkominn í Fjarðabyggð Georgi.

Vala Ormarsdóttir í Fjarðabyggð

Vala Ormarsdóttir sem gekk í vetur í raðir Þróttar Reykjavik er nú gengin í raðir Fjarðabyggðar á ný.

Vala sem er 21 árs hefur leikið með Fjarðabyggð frá árinu 2012 samtals 22 leiki.