Fjarðabyggð - Víðir

Karlalið Fjarðabyggðar tekur á móti Víði á Eskjuvelli laugardaginn 29. júlí kl. 14.00.
Frá árinu 2002 hafa liðin mæst í 5 skipti, Fjarðabyggð unnið 3 leiki og Víðir unnið 2.
Fyrri leik liðanna í maí lauk með 2-1 sigri Víðis og skoraði Zoran Vujovic mark okkar manna.

Tveir leikmenn í Fjarðabyggð

Hafsteinn Gísli Valdimarsson er kominn í Fjarðabyggð á láni frá ÍBV. Hafsteinn Gísli er 20 ára varnar/miðjumaður og hefur leikið með ÍBV, KFS og Njarðvík undanfarin ár. Hann lék 17 leiki með Njarðvík í 2. deild karla árið 2016.
Spánverjinn Enrique Ramirez Rivas er 24 ára miðjumaður sem leikið hefur á Spáni undanfarin ár.
Báðir hafa leikmennirnir fengið leikheimild með Fjarðabyggð og gætu því tekið þátt í leiknum gegn Vestra á morgun.

Tveir heimaleikir um helgina

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Vestra á Eskjuvelli laugardaginn 15. júlí kl. 13.00.
Kvennaliðið leikur síðan gegn Hvíta Riddaranum á Vilhjálmsvelli kl. 14.00 laugardaginn 15. júlí.
Allir á völlinn