Tveir leikmenn í Fjarðabyggð

Hafsteinn Gísli Valdimarsson er kominn í Fjarðabyggð á láni frá ÍBV. Hafsteinn Gísli er 20 ára varnar/miðjumaður og hefur leikið með ÍBV, KFS og Njarðvík undanfarin ár. Hann lék 17 leiki með Njarðvík í 2. deild karla árið 2016.
Spánverjinn Enrique Ramirez Rivas er 24 ára miðjumaður sem leikið hefur á Spáni undanfarin ár.
Báðir hafa leikmennirnir fengið leikheimild með Fjarðabyggð og gætu því tekið þátt í leiknum gegn Vestra á morgun.

Tveir heimaleikir um helgina

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Vestra á Eskjuvelli laugardaginn 15. júlí kl. 13.00.
Kvennaliðið leikur síðan gegn Hvíta Riddaranum á Vilhjálmsvelli kl. 14.00 laugardaginn 15. júlí.
Allir á völlinn

2. deild karla: Fjarðabyggð - Höttur

Fjarðabyggð og Höttur mætast á Eskjuvelli í grannaslag þriðjudaginn 4. júlí og hefst leikurinn kl. 19.15.

Liðin hafa mæst í 24 leikjum frá 2003. Fjarðabyggð unnið 11, 5 endað með jafntefli og Höttur unnið 8.
Það er ljóst að á brattann er að sækja eftir erfiða byrjun og stuðningur áhorfenda því mikilvægur í baráttunni.

Mætum á völlinn og styðjum Fjarðabyggð til sigurs.