Lengjubikarinn að hefjast

Fjarðabyggð/Huginn og Höttur mætast í fyrsta leik B deildar Lengjubikars karla í Fjarðabyggðarhöllinni mánudaginn 26. febrúar kl. 19.00. Frítt er á alla leiki Lengjubikarsins.

Fjarðabyggð/Huginn lék í gær æfingaleik við sameiginlegt 2. flokks lið Austurlands og sigraði 3-0. Mörkin skoruðu Nikola Kristinn Stojanovic tvö og Pálmi Þór Jónasson eitt.

Fjarðabyggð/Huginn vann Hött

Sameiginlegt karlalið Fjarðabyggðar/Hugins vann Hött í æfingaleik sem nýlokið er í Fjarðabyggðarhöllinni.
Lokatölur 2-0 og mörkin skoruðu Kifah Moussa Mourad og Pálmi Þór Jónasson.

Fjarðabyggð og Huginn saman í Lengjubikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar og Hugins hafa ákveðið að spila saman í Lengjubikar karla B deild en keppni hefst þann 24. febrúar þegar leikið verður gegn Hetti.
Í mars eru svo leikir gegn Völsungi, Einherja, KF og Leikni F.
Huginn var ekki með skráð lið í Lengjubikarnum en nú gefst leikmönnum þeirra möguleiki á að spila góða keppnisleiki.
Við hlökkum til samstarfsins.

Fjarðabyggð semur við sjúkraþjálfara

Margrét Bjarnadóttir hefur samið við Fjarðabyggð um að sjá um sjúkraþjálfun fyrir félagið.

Á myndinni má sjá Dragan Stojanovic þjálfara og Margréti Bjarnadóttur sjúkraþjálfara við undirritun samningsins.

Nikola Kristinn semur við Fjarðabyggð

Nikola Kristinn Stojanovic hefur skrifað undir samning við Fjarðabyggð.
Nikola sem er nýorðinn 17 ára lék með Fjarðabyggð sumarið 2017 samtals 18 leiki.
Á myndinni má sjá frá vinstri Ívar Sæmundsson formann Fjarðabyggðar, Nikola Kristinn Stojanovic og Dragan Stojanovic þjálfara Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samninginn Nikola.

Fimm leikmenn semja við Fjarðabyggð

Fimm ungir leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Marinó Máni Atlason 19 ára varnarmaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Næstur er Hafþór Ingólfsson 18 ára varnarmaður sem á 13 leiki með Fjarðabyggð.
Þá er Mikael Natan Róbertsson 19 ára varnar og miðjumaður sem á 27 leiki með Fjarðabyggð.
Svo er Pálmi Þór Jónasson 18 ára miðju og sóknarmaður sem á 9 leiki með Fjarðabyggð.
Lengst til hægri á myndinni er Filip Marcin Sakaluk 19 ára miðjumaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Fyrir aftan þá stendur Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.