Fimm leikmenn semja við Fjarðabyggð

Fimm ungir leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Marinó Máni Atlason 19 ára varnarmaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Næstur er Hafþór Ingólfsson 18 ára varnarmaður sem á 13 leiki með Fjarðabyggð.
Þá er Mikael Natan Róbertsson 19 ára varnar og miðjumaður sem á 27 leiki með Fjarðabyggð.
Svo er Pálmi Þór Jónasson 18 ára miðju og sóknarmaður sem á 9 leiki með Fjarðabyggð.
Lengst til hægri á myndinni er Filip Marcin Sakaluk 19 ára miðjumaður sem á 7 leiki með Fjarðabyggð.
Fyrir aftan þá stendur Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.

Jóhann Ragnar Benediktsson framlengir við Fjarðabyggð

Jóhann Ragnar Benediktsson hefur framlengt samning sinn um að leika með Fjarðabyggð í 2. deild næsta sumar.
Jóhann Ragnar sem er 37 ára hefur leikið samtals 254 leiki í deild og bikarkeppni og skorað í þeim 40 mörk.
Á ferli sínum hefur Jóhann leikið með KVA, Keflavík, Grindavík og Fjarðabyggð.

Steinar Ingi ráðinn þjálfari kvennaliðsins

Steinar Ingi Þorsteinsson er nýr þjálfari meistaraflokksliðs Fjarðabyggðar / Hattar / Leiknis Fáskrúðsfirði 
Við erum öll ákaflega ánægð með að fá hann til starfa en Steinar er spennandi þjálfari og hefur um 15 ára reynslu af þjálfun, auk þess að vera drengur góður.

Á myndinni má sjá Gummó fyrir hönd félaganna þriggja skrifa undir samning við Steinar í návist Elísabetar, Berglindar og Maríu leikmanna liðsins!

Haraldur Þór Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Haraldur Þór Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Haraldur Þór Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um tvö ár. Haraldur sem er 22 ára miðjumaður lék samtals 41 leik með Fjarðabygggð árin 2015 og 2016 og skoraði í þeim 1 mark.

Haraldur missti svo af tímabilinu 2017 vegna meiðslna en er nú á batavegi og verður klár í slaginn á nýju ári.

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika með liðinu næsta sumar.
Milos Peric er 27 ára markvörður og spilaði 21 leik í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.
Milos Vasiljevic er 29 ára varnarmaður, spilaði 22 leiki í sumar og skoraði í þeim 3 mörk.