Villa
  • Error loading feed data

Tap og jafntefli

Karlaliðið tapaði gegn KF 2-1 í Boganum í Lengjubikarnum. Mark okkar skoraði Aron SIgurvinsson en hann er nýkominn til liðs við Fjarðabyggð.
Kvennaliðið gerði svo jafntefli í Lengjubikarnum 1-1 gegn Tindastól. Leikið var í Boganum og mark okkar skoraði Jóhanna Lind Stefánsdóttir.

Tveir útileikir á sunnudag

KF og Fjarðabyggð/Huginn mætast í B deild Lengjubikars karla í Boganum sunnudaginn 25. mars kl. 16.30.
Tindastóll og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir mætast í C deild Lengjubikars kvenna í Boganum sunnudaginn 25. mars kl.18.30.

Þrir leikmenn skrifa undir samning

Þrír leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Þórður Vilberg Guðmundsson aðstoðarþjálfari.
Næstur er Alexander Freyr Sigurðsson 26 ára og hefur spilað 81 leik í deildarkeppni og skorað í þeim 12 mörk.
Þá er Stefán Bjarki Cekic 17 ára og er að ganga upp úr yngri flokkunum.
Svo er Hákon Huldar Hákonarson 16 ára sem er enn í 3.flokk.
Lengst til hægri á myndinni er Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.

Lengjubikarinn um helgina

Fjarðabyggð/Huginn og Einherji mætast í þriðja leik B deildar Lengjubikars karla í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 10. mars kl. 14.00.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Hamrarnir mætast í fyrsta leik C deildar Lengjubikars kvenna í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 10. mars kl. 16.15.
Frítt er á alla leiki Lengjubikarsins.

Sigur gegn Hetti

Fjarðabyggð/Huginn sigraði Hött 2-0 í kvöld en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.
Pálmi Þór Jónasson skoraði fyrra markið og Nedo Eres bætti við öðru en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Fjarðabyggð/Huginn fengu fleiri góð tækifæri til að bæta við forystuna en lokatölur urðu 2-0.