Steinar Ingi ráðinn þjálfari kvennaliðsins

Steinar Ingi Þorsteinsson er nýr þjálfari meistaraflokksliðs Fjarðabyggðar / Hattar / Leiknis Fáskrúðsfirði 
Við erum öll ákaflega ánægð með að fá hann til starfa en Steinar er spennandi þjálfari og hefur um 15 ára reynslu af þjálfun, auk þess að vera drengur góður.

Á myndinni má sjá Gummó fyrir hönd félaganna þriggja skrifa undir samning við Steinar í návist Elísabetar, Berglindar og Maríu leikmanna liðsins!

Haraldur Þór Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Haraldur Þór Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Haraldur Þór Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um tvö ár. Haraldur sem er 22 ára miðjumaður lék samtals 41 leik með Fjarðabygggð árin 2015 og 2016 og skoraði í þeim 1 mark.

Haraldur missti svo af tímabilinu 2017 vegna meiðslna en er nú á batavegi og verður klár í slaginn á nýju ári.

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika með liðinu næsta sumar.
Milos Peric er 27 ára markvörður og spilaði 21 leik í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.
Milos Vasiljevic er 29 ára varnarmaður, spilaði 22 leiki í sumar og skoraði í þeim 3 mörk.

Fjarðabyggð - Sindri Frítt inn

Karlalið Fjarðabyggðar leikur síðasta leikinn gegn Sindra á Eskjuvelli laugardaginn 23. september kl. 14.00. Öllum boðið frítt á völlinn með þökkum fyrir stuðninginn í sumar.
Liðin hafa mæst í 16 skipti síðan árið 2004 og hefur Fjarðabyggð unnið 13 leiki, 2 endað með jafntefli en Sindri unnið 1.
Nú mæta allir og hvetja Fjarðabyggð til sigurs.