1.deild kvenna: Fjarðabyggð lagði Hamrana

Hamrarnir 0-2 Fjarðabyggð
0-1 Freyja Viðarsdóttir (´13)
0-2 Freyja Viðarsdóttir (´39)

Síðasta leik kvöldsins í 1.deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu en hann fór fram á KA-velli á Akureyri.

Þar var Fjarðabyggð í heimsókn hjá Hömrunum en liðin leika í C-riðli 1.deildarinnar.

Austankonur höfðu að lokum 2-0 sigur þar sem Freyja Viðarsdóttir gerði bæði mörk liðsins.

Fjarðabyggð fer því upp að hlið Tindastóls í 2.sæti riðilsins en Fjarðabyggð á einn leik til góða og er því í góðum möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Frétt frá Fótbolta.net.

Jafntefli gegn Þór

Fjarðabyggð 2-2 Þór
1-0 Brynjar Jónasson ('54)
1-1 Kristinn Þór Björnsson ('75)
2-1 Nik Anthony Chamberlain ('76)
2-2 Jóhann Helgi Hannesson ('78)

Fyrir leik var Andri Þór Magnússon heiðraður fyrir að hafa leikið 200 leiki fyrir Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð og Þór gerðu þá 2-2 jafntefli en fyrsta mark leiksins kom þegar Brynjar Jónasson skallaði boltann í marki á 54. mínútu.

Þór jafnaði síðan með marki fra Kristni Þór Björnssyni á 75. mínút en Fjarðabyggð komst strax yfir á ný með glæsilegu marki frá Nik Chamberlain.

Þórsarar voru þó ekki lengi að jafna þegar vítaspyrna var dæmd sem Jóhann Helgi Hannesson skoraði örugglega úr og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Lesa má nánar um leikinn hér: http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_game&id=1746