Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Milos og Milos áfram í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika með liðinu næsta sumar.
Milos Peric er 27 ára markvörður og spilaði 21 leik í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.
Milos Vasiljevic er 29 ára varnarmaður, spilaði 22 leiki í sumar og skoraði í þeim 3 mörk.

Fjarðabyggð - Sindri Frítt inn

Karlalið Fjarðabyggðar leikur síðasta leikinn gegn Sindra á Eskjuvelli laugardaginn 23. september kl. 14.00. Öllum boðið frítt á völlinn með þökkum fyrir stuðninginn í sumar.
Liðin hafa mæst í 16 skipti síðan árið 2004 og hefur Fjarðabyggð unnið 13 leiki, 2 endað með jafntefli en Sindri unnið 1.
Nú mæta allir og hvetja Fjarðabyggð til sigurs.