Oumaro Coulibaly í Fjarðabyggð

Ítalski varnarmaðurinn Oumaro Coulibaly er genginn til liðs við Fjarðabyggð.

Oumaro er 22 ára og 1,91 cm á hæð. Spilaði fyrst með U19 ára liði Chievo, samtals 51 leik árin 2010-2013. Spilaði síðan með Sorrento og Lumezzane í Seria C. Keppnistímabilið 2014-2015 spilaði hann 16 leiki í Seria C með Paganese og 3 leiki í Seria A með Chievo.

Oumaro er kominn með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik gegn Breiðablik í Lengjubikarnum sunnudaginn 6. mars kl. 12.30 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Sverrir Mar í Fjarðabyggð

Sverrir Mar í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fengið varnarmanninn Sverrir Mar Smárason í sínar raðir frá Kára.

Sverrir Mar er uppalinn hjá ÍA en hann hjálpaði Kára upp úr 4. deildinni árið 2014 og var fastamaður hjá liðinu í 3. deildinni í fyrra. Lék samtals 32 leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

Sverrir er tvítugur en hann er bróðir Arnórs Smárasonar leikmanns Hammarby.

José Embaló í Fjarðabyggð

Portúgalski framherjinn José Alberto Djaló Embaló er genginn til liðs við Fjarðabyggð.
José er 22 ára og 1,88 cm á hæð. Spilaði fyrst með AEL Limasol á Kýpur 9 leiki árin 2012-2014. Skipti þá yfir í Beira Mar í Portúgal þar sem hann spilaði 5 leiki. Síðast spilaði hann í næstefstu deild í Rúmeníu með Rapid Bucharest samtals 10 leiki og skoraði 2 mörk.

José er kominn með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik gegn Breiðablik í Lengjubikarnum sunnudaginn 6. mars kl. 12.30.

Fjarðabyggð sigraði Sindra í æfingaleik

Byrjunarlið Fjarðabyggðar: Þorvaldur Marteinn Jónsson markvörður, Marinó Máni Atlason hægri bakvörður, Sævar Örn Harðarson vinstri bakvörður, Haraldur Þór Guðmundsson og Sverrir miðverðir. Adam Guðmundsson og Aron Gauti Magnússon djúpir miðjumenn. Filip Sakaluk fyrir framan þá. Marteinn Þór Pálmason hægri væng og Víkingur Pálmason á vinstri væng. Hlynur Bjarnason fremstur.

Í hálfleik kom Hafþór Ingólfsson inn á og í seinni hálfleik Pálmi Þór Jónasson, Sveinn Aron Larsen, Kristján Vilhelm Smárason og Emil Logi Birkisson.

Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og urðu lokatölur 3-1 fyrir Fjarðabyggð. Mörkin skoruðu Víkingur Pálmason, Aron Gauti Magnússon og Pálmi Þór Jónasson.

Fjarðabyggð sigraði KV í æfingaleik

Byrjunarlið Fjarðabyggðar: Þorvaldur Marteinn Jónsson markvörður, Haraldur Þór Guðmundsson hægri bakvörður, Sævar Örn Harðarson vinstri bakvörður, Víglundur Páll Einarsson og Sverrir miðverðir. Stefán Þór Eysteinsson og Aron Gauti Magnússon djúpir miðjumenn. Pálmi Þór Jónasson fyrir framan þá. Marteinn Þór Pálmason hægri væng og Víkingur Pálmason á vinstri væng. Hlynur Bjarnason fremstur.

Í hálfleik kom Örvar Steinn Heimisson inn á fyrir Víglund, Marinó Máni Atlason fyrir Sævar, Martin Sindri Rosenthal fyrir Martein og Hákon Þór Sófusson fyrir Pálma. Eftir klukkutíma leik kom Filip Marcin Sakaluk inn á fyrir Víking, Hafþór Ingólfsson fyrir Harald og Emil Logi Birkisson fyrir Hlyn.

Leikið var í Frostaskjóli á gervigrasvelli KV og urðu lokatölur 3-1 fyrir Fjarðabyggð. Mörkin skoruðu Víkingur Pálmason, Hlynur Bjarnason og Emil Logi Birkisson.

Samið við unga leikmenn

Í dag skrifuðu 9 ungir leikmenn undir samninga við Fjarðabyggð. Fimm þeirra eru fæddir 1999 og fjórir fæddir 1998.

Á myndinni má sjá í efri röð frá vinstri: Víglundur Páll Einarsson þjálfari, Pálmi Þór Jónasson, Mikael Natan Róbertsson, Hafþór Ingólfsson, Þorvaldur Marteinn Jónsson og Sveinn Marinó Larsen.
Neðri röð frá vinstri: Filip Marcin Sakaluk, Marinó Máni Atlason, Emil Logi Birkisson og Patrekur Darri Ólason.

Til hamingju með samninginn strákar.