Sigur gegn Hetti

Fjarðabyggð/Huginn sigraði Hött 2-0 í kvöld en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.
Pálmi Þór Jónasson skoraði fyrra markið og Nedo Eres bætti við öðru en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Fjarðabyggð/Huginn fengu fleiri góð tækifæri til að bæta við forystuna en lokatölur urðu 2-0.

Lengjubikarinn að hefjast

Fjarðabyggð/Huginn og Höttur mætast í fyrsta leik B deildar Lengjubikars karla í Fjarðabyggðarhöllinni mánudaginn 26. febrúar kl. 19.00. Frítt er á alla leiki Lengjubikarsins.

Fjarðabyggð/Huginn lék í gær æfingaleik við sameiginlegt 2. flokks lið Austurlands og sigraði 3-0. Mörkin skoruðu Nikola Kristinn Stojanovic tvö og Pálmi Þór Jónasson eitt.

Fjarðabyggð/Huginn vann Hött

Sameiginlegt karlalið Fjarðabyggðar/Hugins vann Hött í æfingaleik sem nýlokið er í Fjarðabyggðarhöllinni.
Lokatölur 2-0 og mörkin skoruðu Kifah Moussa Mourad og Pálmi Þór Jónasson.

Fjarðabyggð og Huginn saman í Lengjubikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar og Hugins hafa ákveðið að spila saman í Lengjubikar karla B deild en keppni hefst þann 24. febrúar þegar leikið verður gegn Hetti.
Í mars eru svo leikir gegn Völsungi, Einherja, KF og Leikni F.
Huginn var ekki með skráð lið í Lengjubikarnum en nú gefst leikmönnum þeirra möguleiki á að spila góða keppnisleiki.
Við hlökkum til samstarfsins.

Fjarðabyggð semur við sjúkraþjálfara

Margrét Bjarnadóttir hefur samið við Fjarðabyggð um að sjá um sjúkraþjálfun fyrir félagið.

Á myndinni má sjá Dragan Stojanovic þjálfara og Margréti Bjarnadóttur sjúkraþjálfara við undirritun samningsins.