Dragan Stojanovic þjálfar karlalið Fjarðabyggðar

Dragan er okkur í Fjarðabyggð að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á upphafsárum þess frá 2001 til 2003 samtals 48 leiki og skoraði í þeim 12 mörk.
Segja má að þjálfaraferill Dragans hafi einnig hafist í Fjarðabyggð árið 2002. Síðan 2005 hefur Dragan þjálfað karlalið Þórs, Völsungs og KF en einnig kvennalið Þórs/KA.

Dragan er einn örfárra þjálfara á Íslandi sem hefur UEFA Pro þjálfaragráðuna. Við hlökkum til samstarfsins og vertu velkominn í Fjarðabyggð Dragan.

Á myndinni má sjá Dragan Stojanovic og Ívar Sæmundsson formann við undirskrift samningsins. Einnig leikmennina Hafþór Ingólfsson, Marinó Mána Atlason og Hlyn Bjarnason.