Lengjubikarinn: Tveir leikir um helgina

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja í fyrsta heimaleik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 1. apríl kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Karlalið Fjarðabyggðar leikur svo gegn Dalvík/Reynir sunnudaginn 2. apríl í Boganum á Akureyri kl. 17.

Sveinn Fannar framlengir við Fjarðabyggð

Sveinn Fannar Sæmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um að spila með liðinu í 2. deild í sumar.
Sveinn sem hefur verið við nám í Danmörku kemur til landsins fljótlega.
Sveinn sem er 23 ára hefur frá árinu 2010 spilað 123 deildar og bikarleiki fyrir Fjarðabyggð og skorað í þeim 9 mörk.

Lengjubikarinn: Fjarðabyggð - Magni

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Magna í öðrum leik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 12. mars kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Sara þjálfar sameiginlegt lið

Sara Atladóttir skrifaði undir samning um að stjórna sameiginlegu kvennaliði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis.

Sara hefur undanfarin ár verið drifkraftur kvennaliðsins bæði sem leikmaður og þjálfari.

Sara hefur frá árinu 2011 leikið samtals 30 leiki. Árin 2014 og 2015 var hún aðstoðarþjálfari og í fyrra var hún annar tveggja þjálfara.

Til hamingju með samninginn Sara.

Fjarðabyggð sigraði Hött

Fjarðabyggð vann Hött 2-1 í fyrsta leik B deildar Lengjubikarsins. Höttur komst yfir á 9. mínútu með marki Steinars Arons Magnússonar en Pétur Aron Atlason jafnaði fyrir Fjarðabyggð á 28. mínútu.
Víkingur Pálmason tryggði svo Fjarðabyggð sigurinn á 71. mínútu með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu.
Sjá má þróun leiksins með því að smella á tengilinn.http://urslit.net/#leikur/8828/atburdir

Fyrsti leikur í Lengjubikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Hetti í fyrsta leik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 4. mars kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.