Fyrsti leikur í Lengjubikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Hetti í fyrsta leik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 4. mars kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Loic Ondo framlengir við Fjarðabyggð

Varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um að spila með liðinu í 2. deild næsta sumar.

Ondo kom fyrst til Íslands árið 2010 þegar hann samdi við Grindavík. Síðan þá hefur Ondo leikið með BÍ/Bolungarvík og svo Fjarðabyggð sumarið 2016 þar sem hann var kosinn besti leikmaður liðsins.

Hinn 26 ára gamli Loic hefur samtals spilað 136 deildar og bikarleiki á Íslandi og skoraði sjö mörk.

Jóhann Ragnar Benediktsson spilar með Fjarðabyggð

Jóhann Ragnar Benediktsson mun leika með Fjarðabyggð í 2. deild næsta sumar. Jóhann Ragnar sem er 36 ára lék síðast með Fjarðabyggð í 1. deildinni 2015 alls 9 leiki.
Jóhann hefur leikið samtals 242 leiki í deild og bikarkeppni og skorað í þeim 40 mörk.
Gaman verður að sjá Jóhann reima á sig skóna aftur og ljóst að reynsla hans og styrkur mun án efa koma Fjarðabyggð til góða í 2. deildinni.

Víkingur Pálmason framlengir við Fjarðabyggð

Kantarinn knái Víkingur Pálmason hefur framlengt samning sinn við Fjarðabyggð og leikur því með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.

Víkingur hefur leikið frá árinu 2012 með Fjarðabyggð samtals 95 leiki og skorað í þeim 29 mörk. Þar áður lék Víkingur með Þór og KF.

Til hamingju Víkingur og vonandi höfum við fleiri góðar fréttir á næstu vikum.