
Mjólkurbikarinn: Höttur - Fjarðabyggð
Föstudaginn 13. apríl hefst Mjólkurbikarinn þegar karlalið Hattar og Fjarðabyggðar mætast á Fellavelli kl. 19.00.
Hvetjum stuðningsmenn til að mæta og hvetja Fjarðabyggð til sigurs.
Föstudaginn 13. apríl hefst Mjólkurbikarinn þegar karlalið Hattar og Fjarðabyggðar mætast á Fellavelli kl. 19.00.
Hvetjum stuðningsmenn til að mæta og hvetja Fjarðabyggð til sigurs.
Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sigraði í kvöld Einherja 2-0. Bæði mörkin skoraði Ársól Eva Birgisdóttir í fyrri hálfleik. Flottur sigur i síðasta leik Lengjubikarsins.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Einherji mætast í C deild Lengjubikars kvenna í Fjarðabyggðarhöllinni miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.00.
Frítt er á alla leiki Lengjubikarsins.
Fjarðabyggð hefur fengið sóknarmiðjumanninn Aleksandar Stjokovic í sínar raðir frá Víði Garði.
Bæði þessi lið spila í 2. deildinni í sumar.
Stojkovic kom til Víðis um mitt sumar 2015 og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðan þá.
Í fyrra skoraði Stojkovic sex mörk í tuttugu leikjum þegar Víðir endaði í þriðja sæti í 2. deildinni.
Árið áður skoraði hann fjórtán mörk í átján leikjum þegar Víðir fór upp úr 3. deildinni.
Fjarðabyggð heimsækir Kára í fyrstu umferð í 2. deildinni sunnudaginn 6. maí.
Bjóðum Alexandar Stojkovic velkominn í Fjarðabyggð sem og sóknarmennina Mate Coric frá Króatíu og Milan Stavric frá Serbíu en þeir ættu að fá félagaskipti yfir í Fjarðabyggð á næstu dögum.
Sjö leikmenn kvennaliðsins skrifuðu í dag undir samninga.
Á myndinni lengst til vinstri er Kamilla Dögg Hilmisdóttir.
Næst er Bríet Sigurjónsdóttir, Elísa Björg Sindradóttir, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Eva Björk Björgvinsdótttir og Hafdís Ágústsdóttir.
Sannarlega framtíðarleikmenn.
Til hamingju með samningana.
Leikur Leiknis F. og Fjarðabyggar/Hugins hefst kl. 15.00 á morgun laugardaginn 31. mars í Fjarðabyggðarhöllinni.