Sjö leikmenn skrifa undir samninga

Sjö leikmenn kvennaliðsins skrifuðu í dag undir samninga.
Á myndinni lengst til vinstri er Kamilla Dögg Hilmisdóttir.
Næst er Bríet Sigurjónsdóttir, Elísa Björg Sindradóttir, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Eva Björk Björgvinsdótttir og Hafdís Ágústsdóttir.

Sannarlega framtíðarleikmenn.

Til hamingju með samningana.

Breyttur leiktími

Leikur Leiknis F. og Fjarðabyggar/Hugins hefst kl. 15.00 á morgun laugardaginn 31. mars í Fjarðabyggðarhöllinni.

Tap og jafntefli

Karlaliðið tapaði gegn KF 2-1 í Boganum í Lengjubikarnum. Mark okkar skoraði Aron SIgurvinsson en hann er nýkominn til liðs við Fjarðabyggð.
Kvennaliðið gerði svo jafntefli í Lengjubikarnum 1-1 gegn Tindastól. Leikið var í Boganum og mark okkar skoraði Jóhanna Lind Stefánsdóttir.

Tveir útileikir á sunnudag

KF og Fjarðabyggð/Huginn mætast í B deild Lengjubikars karla í Boganum sunnudaginn 25. mars kl. 16.30.
Tindastóll og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir mætast í C deild Lengjubikars kvenna í Boganum sunnudaginn 25. mars kl.18.30.

Þrir leikmenn skrifa undir samning

Þrír leikmenn hafa gert 2 ára samninga um að leika með Fjarðabyggð.
Á myndinni lengst til vinstri er Þórður Vilberg Guðmundsson aðstoðarþjálfari.
Næstur er Alexander Freyr Sigurðsson 26 ára og hefur spilað 81 leik í deildarkeppni og skorað í þeim 12 mörk.
Þá er Stefán Bjarki Cekic 17 ára og er að ganga upp úr yngri flokkunum.
Svo er Hákon Huldar Hákonarson 16 ára sem er enn í 3.flokk.
Lengst til hægri á myndinni er Dragan Stojanovic þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.