Dagný Alda skrifar undir samning

Dagný Alda Hauksdóttir hefur skrifað undir samning við Fjarðabyggð.
Dagný er 15 ára efnilegur varnarmaður og sannarlega framtíðarleikmaður.

Til hamingju með samninginn Dagný.

Tveir leikir á sunnudag

Kári og Fjarðabyggð mætast í fyrsta leik 2. deildar karla í Akraneshöllinni sunnudaginn 6. maí kl. 14.00.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Völsungur mætast í Mjólkurbikar kvenna á Fellavelli sunnudaginn 6. maí kl.14.00.

Jafnt gegn Sindra

Fjarðabyggð og Sindri gerðu 3-3 jafntefli í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggð var 1-0 yfir í hálfleik og skoraði Adam Örn Guðmundsson markið.
Seinni hálfleikur var mun fjörugri og vörðu markverðir liðanna sína vítaspyrnu hvor en leikurinn endaði 3-3. Mörk okkar í seinni hálfleik skoruðu Stefán Bjarki Cekic og Aleksandar Stojkovic.

Góður sigur gegn Einherja

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sigraði í kvöld Einherja 2-0. Bæði mörkin skoraði Ársól Eva Birgisdóttir í fyrri hálfleik. Flottur sigur i síðasta leik Lengjubikarsins.