Tap gegn Hetti

Fjarðabyggð 0 - 2 Höttur 
0-1 Fanney Þórunn Kristinsdóttir ('66) 
0-2 Jóna Ólafsdóttir ('82)
 
Fjarðabyggð tapaði í kvöld 0-2 gegn Hetti í Austfjarðaslag. Minnstu munaði að Andrea Magnúsdóttir kæmi Fjarðabyggð yfir í leiknum í fyrri hálfleik þegar hún átti gott skot sem markvörður Hattar rétt náði að koma fingurgómunum í boltann og yfir fór hann.
 
Þegar leið á leikinn jókst sóknarþungi Hattar sem skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og lokatölur 0-2. 

2. deild: Öruggur sigur hjá Fjarðabyggð

Sindri 1 - 4 Fjarðabyggð 
0-1 Brynjar Jónasson 
1-1 Rodrigo Gomez Mateo 
1-2 Stefán Þór Eysteinsson 
1-3 Andri Þór Magnússon 
1-4 Andri Þór Magnússon
 
Fjarðabyggð heldur toppsætinu nokkuð örugglega eftir öruggan sigur á Sindra. Andri Þór Magnússon gerði út um leikinn með tveimur góðum mörkum á síðasta hálftímanum.
 
Í fyrri hálfleik skoraði Brynjar Jónasson fyrsta markið eftir góða sendingu frá Hákoni Þór Sófussyni. Sindramenn jöfnuðu en fyrirliðinn Stefán Þór Eysteinsson kom Fjarðabyggð í 1-2 með frábæru skoti utarlega út teignum upp í samskeytin fjær. Eins og áður segir var það svo stormsenterinn Andri Þór Magnússon sem gulltryggði flottan sigur Fjarðabyggðar.

1. deild kvenna: Völsungur 2 - 4 Fjarðabyggð

Fjarðabyggð vann í kvöld góðan útisigur á Völsungi á Húsavík. Staðan í hálfleik var 1-1 en í seinni hálfleik skoruðu Fjarðabyggð 3 mörk gegn einu Völsunga.

Mörk Fjarðabyggðar í leiknum skoruðu Andrea Magnúsdóttir 2, Elín Huld Sigurðardóttir og Telma Ívarsdóttir.

Flottur sigur og Fjarðabyggð búið að lyfta sér af botninum í 7. sætið á undan bæði Völsungi og Sindra.