1. deild kvenna: Fjarðabyggð 0 - 0 Fram

Fjarðabyggð og Fram gerðu í dag markalaust jafntefli á Norðfjarðarvelli. Mikil barátta einkenndi leikinn og áttu bæði lið þó nokkur færi en inn vildi boltinn ekki. Fjarðabyggð er eftir leikinn í 7. sæti með 5 stig. Meðfylgjandi mynd er af byrjunarliðinu í dag.

2.deild: Fjarðabyggð og ÍR skildu jöfn í toppslag

Fjarðabyggð 2 - 2 ÍR
0-1 Reynir Magnússon ('20) 
1-1 Brynjar Jónasson ('29) 
1-2 Jón Gísli Ström ('33) 
2-2 Víkingur Pálmason ('84) 

Fjarðabyggð og ÍR mættust í dag í hörkuleik í 2. deildinni. 

Um var að ræða toppslag deildarinnar þar sem Fjarðabyggð var fyrir leikinn í efsta sæti á meðan ÍR var í því þriðja. 

ÍR-ingar hefðu getað skotið sér í toppsætið með sigri og það leit út fyrir að ætla að verða raunin, allt fram að 84. mínútu en þá jafnaði Víkingur Pálmason metin fyrir Fjarðabyggð með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu. 

Reynir Magnússon hafði komið ÍR yfir í fyrri hálfleik, áður en að Brynjar Jónsson jafnaði. 

Jón Gísli Ström skoraði síðan enn eitt markið sitt á leiktíðinni eftir um hálftíma leik og kom ÍR aftur yfir. En eins og áður segir þá jafnaði Víkingur Pálmason og þar við sat. 

Fjarðabyggð er því ennþá á toppnum með 27 stig eftir 12 leiki og hafa aðeins tapað einum leik í sumar. ÍR er í þriðja sætinu með 24 stig. Þessi tvö lið ásamt Gróttu virðast ætla að berjast um sætin tvö í 1. deildinni að ári.

Ný heimasíða

Þá hefur ný heimasíða litið dagsins ljós en sú eldri var orðin barn síns tíma og erfitt orðið að uppfæra suma hluta hennar. Tækninni fleygir fram og nú höfum við látið uppfæra heimasíðuna þó að eftir sé t.d. að taka nýjar myndir af leikmönnum karla og kvenna og setja þær inn.

Nokkrar nýjungar eru á heimasíðunni því nú er hægt að sjá stöðuna í 2. deild karla og 1. deild kvenna beint af vef KSÍ. Einnig getum við nú fært inn leikskrárnar á tölvutæku formi. Ef þið rekist á eitthvað sem betur má fara endilega sendið tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir leik Fjarðabyggðar og ÍR í 2. deild karla sem fram fer á morgun á Eskjuvelli kl. 15. Smelltu hér

Stefán Þór Eysteinsson leikjahæstur hjá Fjarðabyggð frá upphafi

Stefán Þór Eysteinsson fyrirliði Fjarðabyggðar er orðinn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Stefán sem er 27 ára hefur leikið með Fjarðabyggð frá árinu 2003 eða í 11 ár. Hann hefur spilað samtals 201 leik og skorað í þeim 21 mark.

Stefán náði þeim merka áfanga að leika sinn tvöhundraðasta leik gegn Sindra á Höfn í Hornafirði og hélt upp á það með viðeigandi hætti með því að skora stórglæsilegt mark.

Fyrir næsta leik Fjarðabyggðar gegn ÍR laugardaginn 19. júlí kl. 15 mun félagið heiðra Stefán fyrir einstakt framlag enda er Stefán glæsileg fyrirmynd sem hefur alla tíð haldið tryggð við sitt uppeldisfélag. Hvetjum við stuðningsmenn að fjölmenna og heiðra Stefán við þessi tímamót.

Það væri ekki úr vegi að kalla Stefán Herra Fjarðabyggð framvegis enda væri hann vel kominn að titlinum :-)

Til hamingju Stefán

2. deild karla: Fjarðabyggð 3 - 2 Reynir S.

Fyrri hálfleikur
14' Þorsteinn Þorsteinsson [0 - 1]
43' Viktor Jónsson [0 - 2]
 
Seinni hálfleikur
51' Nik Anthony Chamberlain [1 - 2]
76' Brynjar Jónasson [2 - 2]
89' Tadas Jocys [3 - 2]
 
Fjarðabyggð vann magnaðan sigur á Reyni S. á Eskjuvelli í dag. Gestirnir voru 2-0 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað úr víti og aukaspyrnu.
 
Fjarðabyggð gafst þó ekki upp því Nik Anthony Chamberlain skoraði á 51. mínútu og Brynjar Jónasson jafnaði metin á 76. mínútu. Í lok venjulegs leiktíma átti Hákon Þór Sófusson mikinn sprett, lék Reynisvörnina sundur og saman og lagði svo boltann á Tadas Jocys sem skoraði sigurmarkið við mikinn fögnuð áhorfenda.
 
Glæsileg endurkoma hjá Fjarðabyggð sem eru á toppnum með 26 stig eftir 11 umferðir.