Fjarðabyggð sigraði Aftureldingu

Fjarðabyggð 3 - 2 Afturelding
1-0 Víkingur Pálmason (´42) 
2-0 Almar Daði Jónsson (´47) 
3-0 Almar Daði Jónsson (´69) 
3-1 Alexander Aron Davorsson (´87) 
3-2 Elvar Ingi Vignisson (´91)

15. umferðinni í 2. deild karla lauk í dag. Fjarðabyggð styrkti stöðu sína toppbaráttunni til muna með 3-2 sigri á Aftureldingu. 
 
Fjarðabyggð komst í 3-0 en gáfu eftir undir lok leiks og Afturelding náði að minnka munninn í eitt mark. Lengra komust gestirnir þó ekki. Með sigri Fjarðabyggðar eru þeir nú í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir Gróttu sem eru efstir í deildinni. ÍR er síðan í 3. sæti 8 stigum á eftir Fjarðabyggð.
 
 

KR hafði betur

Fjarðabyggð tók á móti KR í 1. deild kvenna B-riðli á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi í hreint út sagt frábæru veðri, sól, logn og 15 stiga hita. KR var fyrir leikinn með átta stiga forystu í deildinni og gátu með sigri aukið forskot sitt í 11 stig sem og þær gerðu því þær unnu leikinn 1 – 4.

Fjörið byrjaði strax á 5. mínútu en þá skoraði Margrét María Hólmarsdóttir fyrsta markið og var svo aftur á ferðinni á 9. mínútu og kom gestunum í 2 – 0. Ekki góð byrjun fyrir heimastúlkur en þær tóku sér tak og komu sér inni í leikinn á ný með góðu spili og áttu nokkur færi. Það var svo Carina Spengler sem skoraði svo glæsilegt mark á 25. mínútu og staðan orðinn 1 - 2.  Sonja Björk Jóhannsdóttir fyrirliði KR skoraði svo með skalla eftir hornspyrnu á 27. mínútu þriðja mark KR. Staðan því 1-3 í hálfleik.

Í síðari hálfleik varðist Fjarðabyggð vel og fengu nokkur hálffæri en á 80. mínútu bætti Elísabet Guðmundsdóttir við marki eftir hornspyrnu og barning í teignum og breytti því stöðunni í 1 – 4 fyrir KR.  Þrátt fyrir tapið þá áttu Fjarðabyggðarstelpur góðan leik og greinilega má sjá batamerki á liðinu.

2. deild: Fjarðabyggð - Afturelding

Fjarðabyggð tekur á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ í 2. deild karla. Leikið verður á Norðfjarðarvelli laugardaginn 9. ágúst kl. 14.

Fjarðabyggð er sem stendur í 2. sæti með 31 stig en Afturelding 7. sæti með 18 stig. Afturelding er þó eina liðið sem hefur unnið Fjarðabyggð í sumar og ljóst að um hörkuleik verður að ræða.

Smellið hér til að sjá leikskránna fyrir leikinn.

1. deild kvenna: Fjarðabyggð - KR

Fjarðabyggð mætir KR föstudaginn 8. ágúst kl. 19 á Norðfjarðarvelli.

KR er sem stendur í efsta sæti 1. deildar B riðils með 33 stig eftir 11 leiki og hafa því unnið alla sína leiki. Fjarðabyggð á því fyrir höndum mjög erfiðan leik en með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt.

Mætum á Norðfjarðarvöll og hvetjum kvennaliðið til sigurs.

Tap gegn Sindra

Fjarðabyggð tapaði gegn Sindra 0-1 á Norðfjarðarvelli. Fjarðabyggð fékk góð færi til að komast yfir en það gekk ekki og undir lokin endaði gott skot Sindraliðsins í netinu hjá Fjarðabyggð og lokatölur 0-1.

Um miðjan seinni hálfleik skölluðu samherjarnir í Fjarðabyggð Alexandra Hearn og Eva Hafdís Ásgrímsdóttir saman og Eva lá eftir rotuð og það fór um áhorfendur. Eva var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús með heilahristing en er nú komin heim til sín og öll að hressast. Við óskum henni skjóts batnaðar.