Borgunarbikar karla: Fjarðabyggð - Sindri

Fjarðabyggð og Sindri mætast í Borgunarbikarnum.

Leikið verður á Norðfjarðarvelli þriðjudaginn 10. maí kl. 19.00.

Hvetjum stuðningmenn til að mæta og hvetja liðið til sigurs. Þjálfari Fjarðabyggðar mætir í Mýrina kl. 18.15 og hittir stuðningmenn fyrir leik.

Jón Arnar og Sveinn Sigurður í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fengið Jón Arnar Barðdal og Svein Sigurð Jóhannesson á láni frá Stjörnunni. 

Sveinn Sigurður stóð í marki Stjörnunnar í 2-0 sigri liðsins á Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. 

Duwayne Kerr, frá Jamaíka, er nú mættur til landsins og verður í markinu í næsta leik. Því hefur Sveinn fengið leyfi til að fara á lán. 

Jón Arnar er sóknarmaður sem var á láni hjá Þrótti síðari hlutann á síðasta tímabili eftir að hafa áður leikið nokkra leiki í Pepsi-deildinni með Stjörnunni. 

Jón Arnar hefur verið meiddur í vetur en hann er nú kominn á fulla ferð. 

Bæði Sveinn og Jón Arnar eru úr sigursælum 1995 árgangi hjá Stjörnunni. 

Fjarðabyggð er spáð 11. sætinu í Inkasso-deildinni í sumar en liðið fær Huginn í heimsókn í fyrstu umferðinni á laugardag.Frétt frá Fótbolta.net.

Emil Stefánsson í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fengið bakvörðinn Emil Stefánsson í sínar raðir á láni frá FH. 

Emil þekkir vel til hjá Fjarðabyggð því hann hefur verið á láni hjá liðinu undanfarin tvö tímabil. 

Í vetur spilaði Emil talsvert með FH en hann er nú farinn aftur í Fjarðabyggð. 

Samtals hefur Emil spilað 29 leiki með Fjarðabyggð undanfarin tvö ár og skorað þrjú mörk. 

Fjarðabyggð er spáð 11. sæti í Inkasso-deildinni í sumar en liðið fær Huginn í heimsókn í fyrstu umferðinni á laugardag

Frétt frá Fótbolta.net.

Magnea og Kristín skrifuðu undir samninga við Fjarðabyggð

Magnea og Kristín skrifuðu undir samninga við Fjarðabyggð

Magnea Ásta Magnúsdóttir og Kristín Joy Víðisdóttir skrifuðu í dag undir samninga við Fjarðabyggð.

Magnea Ásta er 17 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 10 meistaraflokksleiki með Fjarðabyggð.

Kristín Joy lék síðasta sumar með 3. flokki ásamt því að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik.

Til hamingju með samninginn 

Stefán Þór Eysteinsson fyrirliði framlengir samninginn

Eftir leik Fjarðabyggðar og Leiknis F. sem var að ljúka skrifaði Stefán Þór undir 2 ára samning við Fjarðabyggð.

Stefán Þór hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár og er frábær fyrirmynd í leik og starfi.

Stefán Þór sem er 29 ára hefur leikið með Fjarðabyggð frá árinu 2003 samtals 230 leiki og skorað í þeim 25 mörk.

Til hamingju með samninginn Stefán.