Tveir leikir á sunnudag

Kári og Fjarðabyggð mætast í fyrsta leik 2. deildar karla í Akraneshöllinni sunnudaginn 6. maí kl. 14.00.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Völsungur mætast í Mjólkurbikar kvenna á Fellavelli sunnudaginn 6. maí kl.14.00.

Jafnt gegn Sindra

Fjarðabyggð og Sindri gerðu 3-3 jafntefli í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggð var 1-0 yfir í hálfleik og skoraði Adam Örn Guðmundsson markið.
Seinni hálfleikur var mun fjörugri og vörðu markverðir liðanna sína vítaspyrnu hvor en leikurinn endaði 3-3. Mörk okkar í seinni hálfleik skoruðu Stefán Bjarki Cekic og Aleksandar Stojkovic.

Góður sigur gegn Einherja

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sigraði í kvöld Einherja 2-0. Bæði mörkin skoraði Ársól Eva Birgisdóttir í fyrri hálfleik. Flottur sigur i síðasta leik Lengjubikarsins.

Stojkovic frá Víði í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur fengið sóknarmiðjumanninn Aleksandar Stjokovic í sínar raðir frá Víði Garði.

Bæði þessi lið spila í 2. deildinni í sumar.

Stojkovic kom til Víðis um mitt sumar 2015 og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðan þá.

Í fyrra skoraði Stojkovic sex mörk í tuttugu leikjum þegar Víðir endaði í þriðja sæti í 2. deildinni.

Árið áður skoraði hann fjórtán mörk í átján leikjum þegar Víðir fór upp úr 3. deildinni.

Fjarðabyggð heimsækir Kára í fyrstu umferð í 2. deildinni sunnudaginn 6. maí.

Bjóðum Alexandar Stojkovic velkominn í Fjarðabyggð sem og sóknarmennina Mate Coric frá Króatíu og Milan Stavric frá Serbíu en þeir ættu að fá félagaskipti yfir í Fjarðabyggð á næstu dögum.