1. deild kvenna: Fjarðabyggð vann ÍR

Fjarðabyggð byrjaði leikinn betur og var 2-0 yfir í leikhléi og bættu svo við þriðja markinu á 80. mínútu áður en ÍR gerði 2 mörk í lokin.

Mörk Fjarðabyggðar gerðu Andrea Magnúsdóttir, Elín Huld Sigurðardóttir og Hannah Claesson.

Fjarðabyggð er nú í 7. sæti með 8 stig aðeins stigi á eftir ÍR.

2. deild: Fjarðabyggð á toppnum

Ægir 0 - 3 Fjarðabyggð 
0-1 Brynjar Jónasson ('34) 
0-2 Almar Daði Jónsson ('64) 
0-3 Fannar Árnason ('82)

Fjarðabyggð var fyrir leikinn í 2. sæti deildarinnar gátu með sigri komist upp fyrir Gróttu sem hafði skellt sér á toppinn. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu og unnu öruggann 3-0 sigur á Ægi en leikið var í Þorlákshöfn. Fjarðabyggð er eftir sigurinn með 30 stig og hafa aðeins tapað einum leik allt tímabilið.

Fjarðabyggð byrjaði leikinn vel en strax á upphafsmínútunum átti Fannar Árnason gott skot sem söng í þverslánni. Á 34. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og Fjarðabyggð 1-0 yfir í hálfleik.Almar Daði Jónsson bætti við öðru marki á 34. mínútu og Fannar Árnason innsiglaði svo góðan sigur Fjarðabyggðar með þriðja markinu á 82. mínútu.

Þrír útileikir um helgina

Meistaraflokkar Fjarðabyggðar halda suður á morgun en liðin eiga þrjá útileiki um helgina.

Kvennaliðið leikur á föstudag kl. 20 við KR á KR velli og síðan við ÍR á sunnudag kl. 14 á Hertz vellinum í Breiðholti.

Karlaliðið leikur við Ægi í Þorlákshöfn kl. 14 á laugardag.

Mætum og hvetjum liðin okkar til sigurs.

1. deild kvenna: Fjarðabyggð 0 - 0 Fram

Fjarðabyggð og Fram gerðu í dag markalaust jafntefli á Norðfjarðarvelli. Mikil barátta einkenndi leikinn og áttu bæði lið þó nokkur færi en inn vildi boltinn ekki. Fjarðabyggð er eftir leikinn í 7. sæti með 5 stig. Meðfylgjandi mynd er af byrjunarliðinu í dag.