Þrír leikir um helgina

Fjarðabyggðarliðin leika þrjá leiki um helgina. Kvennaliðið heldur suður og spilar á laugardag gegn Þrótti R. á Valbjarnarvelli kl. 13.30. Á sunnudag mæta þær síðan Álftanesi á Bessastaðavelli og hefst leikurinn kl. 14.

Karlaliðið á heimaleik gegn Njarðvík á sunnudag og hefst leikurinn kl. 14 á Eskjuvelli.

Mætum og hvetjum liðin okkar til sigurs.

2. deild: Völsungur 1 - 4 Fjarðabyggð

 • Fyrri hálfleikur
 •  
  22'
  Martin Sindri Rosenthal [0 - 1]
   
  23'
  Brynjar Jónasson [0 - 2]
   
  34'
  Brynjar Jónasson [0 - 3]
  44'
  Ingólfur Örn Kristjánsson [1 - 3]
   
  1 - 3
 • Seinni hálfleikur
 • 64'
  Aðalsteinn J. Friðriksson (Elvar Baldvinsson)
   
   
  70'
  Tommy Fredsgaard Nielsen
  72'
  Sæþór Olgeirsson (Péter Odrobena)
   
   
  75'
  Tommy Fredsgaard Nielsen [1 - 4]
   
  77'
  Leikmaður óþekktur
  80'
  Leikmaður óþekktur
   
   
  82'
  Jóhann R. Benediktsson (Víkingur Pálmason)
  82'
  Leikmaður óþekktur
 •  

2. deild karla: Völsungur - Fjarðabyggð

Nú um hádegisbil leggur karlaliðið í ferðalag til Húsavíkur og leikur þar við heimamenn í Völsungi.

Leikurinn sem er í 16. umferð fer fram á Húsavíkurvelli kl. 19 og hvetjum við stuðningsmenn Fjarðabyggðar að mæta og styðja liðið okkar til sigurs.

Bestur í 2. deild: Stórslys ef Leiknir fer ekki upp

Leikmaður 15. umferðar: Almar Daði Jónsson Fjarðabyggð

,,Ætli við tökum ekki bara einn leik fyrir í einu, það er víst reglan. Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur," sagði Almar Daði Jónsson leikmaður Fjarðabyggðar sem er leikmaður 15. umferðar í 2. deild karla. 

Almar Daði og félagar unnu góðan 3-2 heimasigur gegn Aftureldingu á gervigrasinu á Neskaupstað um helgina og styrktu stöðu sína í toppbaráttunni. Almar Daði skoraði tvívegis í seinni hálfleik. 

,,Við spiluðum mjög góðar 85 mínútur í leiknum og vorum heilt yfir miklu betri. Við spiluðum boltanum mjög vel og börðumst fyrir hvern annan. Það hefði verið mjög ósanngjarnt ef þeir hefðu náð að jafna," sagði Almar Daði en Afturelding minnkuðu muninn í eitt mark í uppbótartíma eftir að hafa verið þremur mörkum undir. 

,,Þetta var slys. Við misstum einbeitinguna í fimm mínútur. Við gáfum ódýrar aukaspyrnur út á köntunum sem svona lið þrífast á. Það sem skiptir mestu er þó að við fengum þrjú stig og þá er öllum drullusama um þessi tvö mörk."

Fjarðabyggð sem eru nýliðar í 2. deildinni eru í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, átta stigum fleiri en ÍR sem eru í 3. sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. 

,,Menn yrðu ansi svekktir ef við klúðrum þessu. Við erum í þvílíkri kjörstöðu til að klára þetta. Besta við þetta er að við þurfum ekki að treysta á neina aðra nema okkur sjálfa," sagði Almar sem gekk til liðs við Fjarðabyggðar frá Leikni F. fyrir tímabilið. 

,,Mér líður mjög vel í Fjarðabyggð. Ég hef spilað undir merki KFF síðan í 4. flokki þannig þetta var kannski ekkert gríðarlega mikil breyting. Auðvitað hjálpar það til að liðið er í toppbaráttu og liðinu gengur vel," sagði Almar Daði sem er ánægður með spilamennsku sína í undanförnum leikjum. 

,,Markaskorunin mætti vera betri. Reyndar sat ég frekar mikið á bekknum fyrri hluta tímabils sem var frekar pirrandi en hef byrjað seinustu fjóra leiki þannig ég er mjög sáttur í augnablikinu."

Fyrrum liðsfélagar Almars í Leikni F. eru í góðri stöðu í 3. deildinni. Þar sitja þeir efstir í deildinni með með ansi gott forskot. Almar Daði hefur enga trú á öðru en að Leiknismenn fari upp um deild í sumar. 

,,Ég held ég sé búinn að ná tveimur leikjum hjá þeim. Það verður talið stórslys ef þeir komast ekki upp, en það er ekkert að fara gerast. Þeir virðast vera langbesta liðið í 3. deildinni," sagði Almar Daði að lokum í samtali við Fótbolta.net.Frétt frá Fótbolta.net.

Fjarðabyggð sigraði Aftureldingu

Fjarðabyggð 3 - 2 Afturelding
1-0 Víkingur Pálmason (´42) 
2-0 Almar Daði Jónsson (´47) 
3-0 Almar Daði Jónsson (´69) 
3-1 Alexander Aron Davorsson (´87) 
3-2 Elvar Ingi Vignisson (´91)

15. umferðinni í 2. deild karla lauk í dag. Fjarðabyggð styrkti stöðu sína toppbaráttunni til muna með 3-2 sigri á Aftureldingu. 
 
Fjarðabyggð komst í 3-0 en gáfu eftir undir lok leiks og Afturelding náði að minnka munninn í eitt mark. Lengra komust gestirnir þó ekki. Með sigri Fjarðabyggðar eru þeir nú í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir Gróttu sem eru efstir í deildinni. ÍR er síðan í 3. sæti 8 stigum á eftir Fjarðabyggð.
 
 

KR hafði betur

Fjarðabyggð tók á móti KR í 1. deild kvenna B-riðli á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi í hreint út sagt frábæru veðri, sól, logn og 15 stiga hita. KR var fyrir leikinn með átta stiga forystu í deildinni og gátu með sigri aukið forskot sitt í 11 stig sem og þær gerðu því þær unnu leikinn 1 – 4.

Fjörið byrjaði strax á 5. mínútu en þá skoraði Margrét María Hólmarsdóttir fyrsta markið og var svo aftur á ferðinni á 9. mínútu og kom gestunum í 2 – 0. Ekki góð byrjun fyrir heimastúlkur en þær tóku sér tak og komu sér inni í leikinn á ný með góðu spili og áttu nokkur færi. Það var svo Carina Spengler sem skoraði svo glæsilegt mark á 25. mínútu og staðan orðinn 1 - 2.  Sonja Björk Jóhannsdóttir fyrirliði KR skoraði svo með skalla eftir hornspyrnu á 27. mínútu þriðja mark KR. Staðan því 1-3 í hálfleik.

Í síðari hálfleik varðist Fjarðabyggð vel og fengu nokkur hálffæri en á 80. mínútu bætti Elísabet Guðmundsdóttir við marki eftir hornspyrnu og barning í teignum og breytti því stöðunni í 1 – 4 fyrir KR.  Þrátt fyrir tapið þá áttu Fjarðabyggðarstelpur góðan leik og greinilega má sjá batamerki á liðinu.