1. deild kvenna: Fjarðabyggð - KR

Fjarðabyggð mætir KR föstudaginn 8. ágúst kl. 19 á Norðfjarðarvelli.

KR er sem stendur í efsta sæti 1. deildar B riðils með 33 stig eftir 11 leiki og hafa því unnið alla sína leiki. Fjarðabyggð á því fyrir höndum mjög erfiðan leik en með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt.

Mætum á Norðfjarðarvöll og hvetjum kvennaliðið til sigurs.

Tap gegn Sindra

Fjarðabyggð tapaði gegn Sindra 0-1 á Norðfjarðarvelli. Fjarðabyggð fékk góð færi til að komast yfir en það gekk ekki og undir lokin endaði gott skot Sindraliðsins í netinu hjá Fjarðabyggð og lokatölur 0-1.

Um miðjan seinni hálfleik skölluðu samherjarnir í Fjarðabyggð Alexandra Hearn og Eva Hafdís Ásgrímsdóttir saman og Eva lá eftir rotuð og það fór um áhorfendur. Eva var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús með heilahristing en er nú komin heim til sín og öll að hressast. Við óskum henni skjóts batnaðar.

Jafntefli á Dalvík

0-0 jafntefli varð niðurstaðan á Dalvík í leik Dalvíkur/Reynis og Fjarðabyggðar í 2. deild karla. Fjarðabyggð fékk tvö fín færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki.

Seinni hálfleikur var tilþrifalítill en til tíðinda dró á lokamínútunni þegar dæmd var vítaspyrna á Dalvík/Reyni. En hún var varin og liðunum einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum.

Fjarðabyggð er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki. Næsti leikur gegn Aftureldingu er á Eskjuvelli laugardaginn 9. ágúst kl. 14.

Tveir leikir framundan

Karlalið Fjarðabyggðar heldur norður í land á morgun miðvikudag og leikur gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli kl. 20.

Kvennalið Fjarðabyggðar á svo heimaleik gegn Sindra á fimmtudag kl. 18 á Norðfjarðarvelli.

Fjölmennum á völlinn og styðjum liðin okkar til sigurs.

1. deild kvenna: Fjarðabyggð vann ÍR

Fjarðabyggð byrjaði leikinn betur og var 2-0 yfir í leikhléi og bættu svo við þriðja markinu á 80. mínútu áður en ÍR gerði 2 mörk í lokin.

Mörk Fjarðabyggðar gerðu Andrea Magnúsdóttir, Elín Huld Sigurðardóttir og Hannah Claesson.

Fjarðabyggð er nú í 7. sæti með 8 stig aðeins stigi á eftir ÍR.