2. deild: Fjarðabyggð vann toppslaginn

Fjarðabyggð 3 - 1 Grótta: 
1-0 Nik Chamberlain ('30) 
1-1 Viggó Kristjánsson ('36) 
2-1 Nikolas Jelicic ('86) 
3-1 Hákon Þór Sófusson ('92) 
 
Fjarðabyggð er komið í toppsæti 2. deildar karla eftir að hafa unnið toppslaginn við Gróttu með þremur mörkum gegn einu. 
 
Nik Chamberlain kom Fjarðabyggð yfir í leiknum en Viggó Kristjánsson jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. 
 
Allt benti til þess að það yrði niðurstaðan þegar Fjarðabyggð skoraði tvö mörk í lokin og tryggði sér sigurinn. 
 
Fjarðabyggð er komið í toppsætið með 16 stig eftir sigurinn en Grótta er í 2. sætinu með 14 stig. 
 
Huginn sem mætir Ægi á morgun gæti farið í 2. sæti með sigri en þeir eru í 3. sæti með 12 stig.
 
Frétt frá Fótbolta.net.

Jafntefli gegn ÍR

ÍR 0 - 0 Fjarðabyggð 
Rautt spjald: Tommy Nielsen, Fjarðabyggð ('53)
 
ÍR og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli í 2. deild karla. Fjarðabyggð var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki.
 
ÍR fékk síðan víti eftir að leikmaður ÍR féll í teignum eftir baráttu við Tommy Nielsen. Tommy fékk rautt spjald að launum en Kile Kennedy markvörður Fjarðabyggðar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Þrátt fyrir að vera einum færri í tæpar 40 mínútur börðust leikmenn allan tímann og gerðu vel í að landa fyrsta stiginu þetta sumarið.

Andri Þór Magnússon skrifar undir nýjan samning

Andri Þór Magnússon skrifaði undir nýjan samning við Fjarðabyggð fyrir bikarleik Fjarðabyggðar og Leiknis F. síðastliðinn þriðjudag. Andri Þór er uppalinn í Fjarðabyggð og hefur spilað með meistaraflokki félagsins síðan árið 2005 alls 167 leiki og skorað í þeim 3 mörk.
 
Andri Þór er sannur Fjarðabyggðarmaður sem hefur fylgt félaginu í gegnum súrt og sætt og óskum við honum til hamingju með samninginn.

Víkingur Pálmason gerir nýjan samning

Víkingur Pálmason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Fjarðabyggð. Víkingur skipti í Fjarðabyggð fyrir tveimur árum frá Þór Akureyri þar sem hann spilaði frá árinu 2008 en Víkingur er uppalinn hjá Fjarðabyggð. Víkingur hefur spilað 88 leiki og skorað í þeim 17 mörk fyrir Fjarðabyggð, Þór og KF þar sem hann var í láni árið 2011. Til hamingju Víkingur.