1. deild: Fjarðabyggð - Völsungur

Kvennalið Fjarðabyggðar leikur sinn síðasta leik í sumar á morgun fimmtudaginn 21. ágúst. Leikurinn fer fram á Norðfjarðarvelli kl. 19.

Fjölmennum og hvetjum Fjarðabyggð til sigurs.

Fjarðabyggð á toppinn í 2. deild karla

Fjarðabyggð komst upp á toppinn í 2. deildinni dag með sannfærandi 3-0 sigri á Njarðvík. Fjarðabyggð er nú með tveggja stiga forskot á Gróttu sem tapaði gegn Dalvík/Reyni í dag 2-0. ÍR er síðan í þriðja sætinu 11 stigum á eftir Fjarðabyggð þegar 5 umferðir eru eftir í deildinni.

Fjarðabyggð 3-0 Njarðvík
1-0 Emil Stefánsson (´21) 
2-0 Stefán Þór Eysteinsson (´45) 
3-0 Brynjar Jónasson (´51)

1. deild: Álftanes 3 - 2 Fjarðabyggð

Álftanes vann í dag sigur á Fjarðabyggð 3-2 í 1. deild kvenna. Álftanes komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Oktavía Signý Hilmisdóttir og Hannah Claesson jöfnuðu fyrir Fjarðabyggð.

Álftanes skoraði síðan sigurmarkið rétt fyrir leikhlé en ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og lokatölur því 3-2.

1. deild: Þróttur R. 4 - 2 Fjarðabyggð

Sunna Rut Ragnarsdóttir  Mark  23  11  Andrea Magnúsdóttir  Mark  76 
Sunna Rut Ragnarsdóttir  Mark  29  11  Andrea Magnúsdóttir  Mark  87 
Eva Bergrín Ólafsdóttir  Mark  35   
Sunna Rut Ragnarsdóttir  Mark  39   

Þróttur R. sigraði í dag Fjarðabyggð 4-2 í 1. deild kvenna. Þróttur var 4-0 yfir í hálfleik og skoraði Sunna Rut Ragnarsdóttir þrennu fyrir Þrótt.

Það var síðan undir lok leiksins sem að Andrea Magnúsdóttir skoraði 2 mörk og lokatölur 4-2.