Fjarðabyggð upp í 1. deild

Fjarðabyggð tryggði sér í dag sæti í 1. deild karla í knatt­spyrnu að ári, með því að vinna Gróttu, 3:2 á úti­velli í toppslag 2. deild­ar í dag. Á sama tíma gerði ÍR jafn­tefli við Sindra, 2:2 og þar með get­ur aðeins Grótta náð Fjarðabyggð sem er í 1. sæti í 2. deild að stig­um og Fjarðabyggð verður því í 1. deild á næsta ári.

Guðmund­ur Marteinn Hann­es­son kom Gróttu yfir á 5. mín­útu í dag, en Jó­hann Ragn­ar Bene­dikts­son skoraði svo tvö mörk fyr­ir Fjarðabyggð áður en fyrri hálfleik­ur var á enda. Aust­f­irðing­ar urðu þó fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark áður en Sveinn Fann­ar Sæ­munds­son skoraði sig­ur­mark Fjarðabyggðar á 55. mín­útu.

Úrslit dags­ins í 2. deild karla
Hug­inn - Ægir, 4:1
Njarðvík - Völsung­ur, 2:2
Grótta - Fjarðabyggð, 2:3
Sindri - ÍR, 2:2

Fjarðabyggð hef­ur nú 43 stig í 1. sæti þegar fjór­ar um­ferðir eru eft­ir, Grótta er í 2. sæti með 38 stig og ÍR í 3. sæti með 30 stig.

Fjarðabyggð sigraði Gróttu í toppslag

Fjarðabyggð er komið með 43 stig á toppnum í 2. deild karla eftir 3-2 útisigur gegn Gróttu. Mörk Fjarðabyggðar skoruðu Jóhann Ragnar Benediktson tvö og svo var það Sveinn Fannar Sæmundsson sem skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik.

Frábært hjá strákunum sem nú hafa 5 stiga forystu á Gróttu sem er í 2. sæti þegar fjórir leikir eru eftir.

2. deild karla: Grótta - Fjarðabyggð

Laugardaginn 23. ágúst kl. 14 hefst toppslagur Gróttu og Fjarðabyggðar á Gróttuvelli. Fjarðabyggð er fyrir leikinn með 40 stig í 1. sæti en Grótta er í 2. sæti með 38 stig.

Það verður því hart barist í þessum leik tveggja efstu liðanna og skorum við á alla stuðningsmenn Fjarðabyggðar sem mögulega geta að mæta og styðja Fjarðabyggð til sigurs.

Tap gegn Völsungi

Síðasta leik kvennaliðs Fjarðabyggðar lauk með 1-4 tapi gegn Völsungi. Leikurinn var lengstum jafn en Völsungar nýttu sín færi betur og komust í 0-2 um miðjan seinni hálfleik. Hannah Claesson minnkaði svo muninn í 1-2 með góðu skoti í slá og inn.

Fjarðabyggð setti allt í sóknina í lok leiksins en það voru Völsungar sem bættu við tveimur mörkum og lokatölur 1-4. Fjarðabyggð er samt sem áður sæti ofar en Völsungur í 8. sæti með 8 stig en Völsungur er sæti neðar með 6 stig og eiga einn leik eftir gegn Hetti á Egilsstöðum þann 30. ágúst.

1. deild: Fjarðabyggð - Völsungur

Kvennalið Fjarðabyggðar leikur sinn síðasta leik í sumar á morgun fimmtudaginn 21. ágúst. Leikurinn fer fram á Norðfjarðarvelli kl. 19.

Fjölmennum og hvetjum Fjarðabyggð til sigurs.