2. deild: Fjarðabyggð á toppnum

Ægir 0 - 3 Fjarðabyggð 
0-1 Brynjar Jónasson ('34) 
0-2 Almar Daði Jónsson ('64) 
0-3 Fannar Árnason ('82)

Fjarðabyggð var fyrir leikinn í 2. sæti deildarinnar gátu með sigri komist upp fyrir Gróttu sem hafði skellt sér á toppinn. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu og unnu öruggann 3-0 sigur á Ægi en leikið var í Þorlákshöfn. Fjarðabyggð er eftir sigurinn með 30 stig og hafa aðeins tapað einum leik allt tímabilið.

Fjarðabyggð byrjaði leikinn vel en strax á upphafsmínútunum átti Fannar Árnason gott skot sem söng í þverslánni. Á 34. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og Fjarðabyggð 1-0 yfir í hálfleik.Almar Daði Jónsson bætti við öðru marki á 34. mínútu og Fannar Árnason innsiglaði svo góðan sigur Fjarðabyggðar með þriðja markinu á 82. mínútu.

Þrír útileikir um helgina

Meistaraflokkar Fjarðabyggðar halda suður á morgun en liðin eiga þrjá útileiki um helgina.

Kvennaliðið leikur á föstudag kl. 20 við KR á KR velli og síðan við ÍR á sunnudag kl. 14 á Hertz vellinum í Breiðholti.

Karlaliðið leikur við Ægi í Þorlákshöfn kl. 14 á laugardag.

Mætum og hvetjum liðin okkar til sigurs.

1. deild kvenna: Fjarðabyggð 0 - 0 Fram

Fjarðabyggð og Fram gerðu í dag markalaust jafntefli á Norðfjarðarvelli. Mikil barátta einkenndi leikinn og áttu bæði lið þó nokkur færi en inn vildi boltinn ekki. Fjarðabyggð er eftir leikinn í 7. sæti með 5 stig. Meðfylgjandi mynd er af byrjunarliðinu í dag.

2.deild: Fjarðabyggð og ÍR skildu jöfn í toppslag

Fjarðabyggð 2 - 2 ÍR
0-1 Reynir Magnússon ('20) 
1-1 Brynjar Jónasson ('29) 
1-2 Jón Gísli Ström ('33) 
2-2 Víkingur Pálmason ('84) 

Fjarðabyggð og ÍR mættust í dag í hörkuleik í 2. deildinni. 

Um var að ræða toppslag deildarinnar þar sem Fjarðabyggð var fyrir leikinn í efsta sæti á meðan ÍR var í því þriðja. 

ÍR-ingar hefðu getað skotið sér í toppsætið með sigri og það leit út fyrir að ætla að verða raunin, allt fram að 84. mínútu en þá jafnaði Víkingur Pálmason metin fyrir Fjarðabyggð með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu. 

Reynir Magnússon hafði komið ÍR yfir í fyrri hálfleik, áður en að Brynjar Jónsson jafnaði. 

Jón Gísli Ström skoraði síðan enn eitt markið sitt á leiktíðinni eftir um hálftíma leik og kom ÍR aftur yfir. En eins og áður segir þá jafnaði Víkingur Pálmason og þar við sat. 

Fjarðabyggð er því ennþá á toppnum með 27 stig eftir 12 leiki og hafa aðeins tapað einum leik í sumar. ÍR er í þriðja sætinu með 24 stig. Þessi tvö lið ásamt Gróttu virðast ætla að berjast um sætin tvö í 1. deildinni að ári.

Ný heimasíða

Þá hefur ný heimasíða litið dagsins ljós en sú eldri var orðin barn síns tíma og erfitt orðið að uppfæra suma hluta hennar. Tækninni fleygir fram og nú höfum við látið uppfæra heimasíðuna þó að eftir sé t.d. að taka nýjar myndir af leikmönnum karla og kvenna og setja þær inn.

Nokkrar nýjungar eru á heimasíðunni því nú er hægt að sjá stöðuna í 2. deild karla og 1. deild kvenna beint af vef KSÍ. Einnig getum við nú fært inn leikskrárnar á tölvutæku formi. Ef þið rekist á eitthvað sem betur má fara endilega sendið tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir leik Fjarðabyggðar og ÍR í 2. deild karla sem fram fer á morgun á Eskjuvelli kl. 15. Smelltu hér