Fjarðabyggð - Afturelding

Fjarðabyggð og Afturelding mætast í 2. deild karla laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00 á Eskjuvelli.
Liðin hafa mæst í 16 skipti frá árinu 2005 og hefur Fjarðabyggð unnið 6 leiki, 1 endað með jafntefli en Afturelding unnið 9.
Mætum og hvetjum Fjarðabyggð til sigurs.

Dragan Stojanovic framlengir við Fjarðabyggð

Dragan þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar hefur framlengt samning sinn um tvö ár sem gildir nú út leiktíðina 2020.
Dragan er okkur í Fjarðabyggð að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á upphafsárum þess frá 2001 til 2003 samtals 48 leiki og skoraði í þeim 12 mörk.

Segja má að þjálfaraferill Dragans hafi einnig hafist í Fjarðabyggð árið 2002. Síðan 2005 hefur Dragan þjálfað karlalið Þórs, Völsungs og KF en einnig kvennalið Þórs/KA ásamt því að taka við Fjarðabyggð fyrir 2 árum.

Í fyrrasumar var mikið um breytingar á leikmannahóp Fjarðabyggðar en þrátt fyrir mjög erfiða byrjun síðasta sumar endaði liðið í 8. sæti 2. deildar með 28 stig.
Nú í sumar hefur gengið vel og er liðið aðeins þremur stigum frá 1. sæti þegar 8 leikjum er ólokið.

Dragan er einn örfárra þjálfara á Íslandi sem hefur UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Grannaslagur: Fjarðabyggð - Höttur

Fjarðabyggð og Höttur mætast í 2. deild karla miðvikudaginn 1. ágúst kl. 19.15 á Eskjuvelli.
Liðin hafa mæst í 28 skipti frá árinu 2003 og hefur Fjarðabyggð unnið 11 leiki, 7 endað með jafntefli en Höttur unnið 10.
Mætum og hvetjum Fjarðabyggð til sigurs.

Tveir leikir næstu daga

Kvennaliðið heldur á Húsavík í dag fimmtudaginn 26. júlí og leikur gegn Völsungi kl. 19.15.

Karlaliðið á síðan grannaslag gegn Leikni Fáskrúðsfirði á morgun föstudag kl. 19.15 í Fjarðabyggðarhöllinni.