Georgi Karaneychev í Fjarðabyggð

Georgi er framliggjandi miðju og sóknarmaður sem kemur frá Búlgaríu. Georgi er 28 ára og hefur spilað stærstan hluta sinn ferils í Búlgaríu og á einn leik með 21 árs liði Búlgaríu.

Georgi er kominn með leikheimild með Fjarðabyggð og gæti spilað gegn Tindastól á morgun laugardag 13. maí en leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 14.

Velkominn í Fjarðabyggð Georgi.

Vala Ormarsdóttir í Fjarðabyggð

Vala Ormarsdóttir sem gekk í vetur í raðir Þróttar Reykjavik er nú gengin í raðir Fjarðabyggðar á ný.

Vala sem er 21 árs hefur leikið með Fjarðabyggð frá árinu 2012 samtals 22 leiki.

Fyrstu heimaleikir í deild um helgina

Karlalið Fjarðabyggðar spilar gegn Tindastól laugardag 13. maí kl. 14.00 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja á Norðfjarðarvelli sunnudaginn 14. maí kl. 14.00.

Liðin þurfa á stuðningi þínum að halda.

Tveir leikir um helgina í boltanum

Karlalið Fjarðabyggðar heldur vestur á Ísafjörð á laugardag 6. maí og spilar gegn Vestra kl. 14.00 í fyrstu umferð 2. deildar.

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja í Borgunarbikarnum.
Leikurinn fer fram á Fellavelli sunnudaginn 7. maí kl. 14.00.

Grannaslagur í Borgunarbikarnum

Karlalið Fjarðabyggðar og Leiknis F. mætast á sunnudag kl. 14.00 á Norðfjarðarvelli í Borgunarbikarnum.

Liðin hafa mæst í 39 skipti frá árinu 2001. Fjarðabyggð unnið 24 leiki, 6 leikir endað með jafntefli og Leiknir F. unnið 9 leiki.

Skorum á stuðningsmenn að mæta og styðja Fjarðabyggð til sigurs.

Ertu dómari?

KSÍ og KFF leita eftir áhugasömum aðilum til dómgæslu. Töluvert vantar upp á nægan fjölda dómara á Austurlandi. Gætir þú hjálpað?

KSÍ er tilbúið með grunnnámskeið og fagnar öllum sem hug hafa á dómgæslu hvort sem það er að hluta til eða af fullum krafti.

Áhugasamir hafi samband við Bjarna hjá KFF í síma 864-8704.

Endilega kíkið á meðfylgjandi auglýsingu með því að smella hér.