Alcoadagur

Verður haldinn á Eskjuvelli laugardaginn 1. september og hefst kl.11.
Grill, rennibrautir og frítt í sund.
Kl. 13 hefst leikur Fjarðabyggðar og Vestra. Frítt er á leikinn.
Áfram Fjarðabyggð

Adam Örn Guðmundsson framlengir við Fjarðabyggð

Adam Örn Guðmundsson skrifaði undir nýjan samning við Fjarðabyggð sem gildir til tveggja ára.

Adam er 17 ára miðjumaður og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 32 leiki með Fjarðabyggð og skorað í þeim 2 mörk.

Sannarlega efnilegur leikmaður þarna á ferð. Til hamingju með samninginn.

Á myndinni má sjá Adam Örn Guðmundsson ásamt þjálfara Fjarðabyggðar Dragan Stojanovic.

Tveir leikir fyrir sunnan um helgina

Kvennaliðið leikur tvo leiki fyrir sunnan um helgina.
Fyrri leikurinn er gegn Álftanesi í kvöld föstudaginn 17. ágúst kl. 20.00. Leikið er á Bessastaðavelli.

Sunnudaginn 19. ágúst verður svo leikið gegn Augnablik í Smáranum kl. 14.00.

Fjarðabyggð - Afturelding

Fjarðabyggð og Afturelding mætast í 2. deild karla laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00 á Eskjuvelli.
Liðin hafa mæst í 16 skipti frá árinu 2005 og hefur Fjarðabyggð unnið 6 leiki, 1 endað með jafntefli en Afturelding unnið 9.
Mætum og hvetjum Fjarðabyggð til sigurs.

Dragan Stojanovic framlengir við Fjarðabyggð

Dragan þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar hefur framlengt samning sinn um tvö ár sem gildir nú út leiktíðina 2020.
Dragan er okkur í Fjarðabyggð að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á upphafsárum þess frá 2001 til 2003 samtals 48 leiki og skoraði í þeim 12 mörk.

Segja má að þjálfaraferill Dragans hafi einnig hafist í Fjarðabyggð árið 2002. Síðan 2005 hefur Dragan þjálfað karlalið Þórs, Völsungs og KF en einnig kvennalið Þórs/KA ásamt því að taka við Fjarðabyggð fyrir 2 árum.

Í fyrrasumar var mikið um breytingar á leikmannahóp Fjarðabyggðar en þrátt fyrir mjög erfiða byrjun síðasta sumar endaði liðið í 8. sæti 2. deildar með 28 stig.
Nú í sumar hefur gengið vel og er liðið aðeins þremur stigum frá 1. sæti þegar 8 leikjum er ólokið.

Dragan er einn örfárra þjálfara á Íslandi sem hefur UEFA Pro þjálfaragráðuna.