Milos Peric og Milos Vasiljevic áfram í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika með liðinu næsta sumar.
Milos Peric er 28 ára markvörður og hefur spilað með Fjarðabyggð tvö síðustu sumur samtals 45 leiki.
Milos Vasiljevic er 30 ára varnarmaður og hefur einnig leikið með Fjarðabyggð tvö síðustu sumur samtals 45 leiki og skorað í þeim 3 mörk.

Jesus Suarez semur við Fjarðabyggð

Spánverjinn Jesus Suarez Guerrero hefur samið við Fjarðabyggð um að leika með liðinu í sumar.
Jesus Suarez hefur leikið á Íslandi síðustu þrjú ár, tvö og hálft þeirra með nágrönnum okkar í Leikni F. en lék með ÍR seinnihluta síðasta sumars.
Jesus Zuarez hefur leikið samtals 63 leiki síðustu 3 ár og skorað í þeim 10 mörk.

Velkominn í Fjarðabyggð Jesus Zuarez

Fjórir ungir leikmenn semja við Fjarðabyggð

Fjórir ungir leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við Fjarðabyggð. Leikmennirnir eru Bjartur Hólm Hafþórsson, Freysteinn Bjarnason, Hákon Þorbergur Jónsson og Oddur Óli Helgason.

Þeir eru allir fæddir árið 2003 og sannkallaðir framtíðarleikmenn. Með þeim á myndinni er Bjarni Ólafur Birkisson og Dragan Stojanovic þjálfari Fjarðabyggðar.

Til hamingju með samningana.

Nikola semur við Fjarðabyggð

Nikola Kristinn Stojanovic hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Fjarðabyggð.
Nikola sem er nýorðinn 18 ára lék með Fjarðabyggð síðustu tvö sumur samtals 38 leiki og skoraði í þeim 3 mörk.
Á myndinni má sjá Nikola Kristinn Stojanovic og Bjarna Ólaf Birkisson við undirskrift samningsins.

Til hamingju með samninginn Nikola.

Andri Gíslason í Fjarðabyggð

Framherjinn Andri Gíslason hefur gengið í raðir Fjarðabyggðar frá Víði Garði.
Andri er 26 ára framherji og hefur leikið samtals 108 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 48 mörk.
Andri er uppalinn hjá FH og hefur á ferli sínum spilað m.a. með Þrótti Vogum og Þrótti Reykjavík. Hann heldur sig því við Þrótt með félagaskiptunum í Fjarðabyggð en Þróttur Neskaupstað er að sjálfsögðu eitt aðildarfélaga Fjarðabyggðar.

Velkominn í Fjarðabyggð Andri.