Tap gegn Hömrunum

Kvennaliðið tapaði í dag 2-0 gegn Hömrunum en leikið var í Boganum á Akureyri. Sjá má um leikinn með því að smella á tengilinn. http://urslit.net/#leikur/8687/atburdir

Milos Peric og Milos Vasiljevic í Fjarðabyggð

Markmaðurinn Milos Peric og varnarmaðurinn Milos Vasiljevic eru komnir með leikheimild með Fjarðabyggð og leika á mánudag sinn fyrsta leik í Borgunarbikarnum gegn Einherja kl. 12 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Milos Peric er 26 ára markvörður og hefur leikið í Serbíu undanfarin á nú síðast með Car Konstantin í borginni Nis þaðan sem margir leikmenn hafa komið frá til Íslands.

Milos Vasiljevic er 29 ára miðvörður og spilaði síðast með Car Konstantin frá Nis í Serbíu líkt og Milos Peric markvörður.

Velkomnir í Fjarðabyggð.

Sigur gegn Einherja

Fjarðabyggð sigraði Einherja 3-2 í Fjarðabyggðarhöllinni.
Strax í byrjun leiks skoraði Zoran Vujovic nýr framherji Fjarðabyggðar áður en Einherji skoraði tvö mörk með stuttu milibili.

Skömmu eftir það var Zoran tekin niður í teignum og vítaspyrna dæmd. Víkingur Pálmason skoraði úr henni og jafnaði 2-2. Það var síðan Sveinn Fannar Sæmundsson sem skoraði sigurmark Fjarðabyggðar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir gott samspil.

Liðin mætast svo aftur í Borgunarbikarnum mánudaginn 17. apríl kl. 12.00. Endilega mætum og styðjum okkar lið.

Zoran Vujovic í Fjarðabyggð

Framherjinn Zoran Vujovic fékk í dag leikheimild með Fjarðabyggð og leikur á morgun sinn fyrsta leik gegn Einherja kl. 14 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Zoran er 31 árs og hefur leikið með liðum í Grikklandi, Makedóniú, Ungverjalandi, Danmörku og Serbíu þar sem hann lék m.a. eitt tímabil í úrvalsdeildinni.

Tveir leikir um páskana gegn Einherja

Karlalið Fjarðabyggðar leikur gegn Einherja í lokaleik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni fimmtudaginn 13. apríl kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Karlalið Fjarðabyggðar leikur svo aftur gegn Einherja að þessu sinni í Borgunarbikarnum mánudaginn 17. apríl í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 12.
Miðaverð er kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri.

Lengjubikarinn: Tveir leikir um helgina

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis leikur gegn Einherja í fyrsta heimaleik Lengjubikarsins 2017.
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni laugardaginn 1. apríl kl. 14.
Frítt inn eins og alltaf í Lengjubikarnum.

Karlalið Fjarðabyggðar leikur svo gegn Dalvík/Reynir sunnudaginn 2. apríl í Boganum á Akureyri kl. 17.