Tvö jafntefli á útivelli í röð

12. júní gerðu Kári og Fjarðabyggð 0-0 jafntefli á Akranesi og 19. júní gerðu ÍR og Fjarðabyggð 1-1 jafntefli. Arnór Sölvi Harðarson kom Fjarðabyggð yfir á 34. mínútu en ÍR jafnaði með síðustu spyrnu leiksins.

Jafntefli gegn Njarðvík

Fjarðabyggð mætti Njarðvík í dag í 2. deild karla á Eskjuvelli. Fjarðabyggð byrjaði leikinn vel og var betra liðið í fyrri hálfleik og fengu tvö mjög góð færi en annað skotið fór framhjá og skalli í stöng. Jafnt því í hálfleik en í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn en á 73. mínútu skoraði Arnór Sölvi Harðarson fyrir Fjarðabyggð eftir aukaspyrnu.
Það var svo á 85. mínútu sem undarlegt atvik gerðist. Dómari leiksins dæmir þá vítaspyrnu og virtist enginn annar á vellinum skilja hvað var dæmt á, hvorki heimamenn né Njarðvíkingar. Vítaspyrna var þó niðurstaðan og úr henni jafnaði Andri Fannar Freysson.
Eitt stig í hús en miðað við gang leiksins hefðu þau svo sannarlega geta verið þrjú en áfram gakk og um næstu helgi er útileikur við Kára Akranesi.

Slæmt tap gegn Magna

Fjarðabyggð 0 - 4 Magni
0-1 Dominic Vose ('21)
0-2 Jeffrey Monakana ('30)
0-3 Alejandro Manuel Munoz Caballe ('52)
0-4 Jeffrey Monakana ('87)

Bikarsigur á Höfn

Kvennaliðið sigraði Sindra 2-0 í dag á útivelli í Mjólkurbikarnum.
Mörkin skoruðu Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Hafdís Ágústsdóttir og liðið því komið áfram í 16 liða úrslit sem leikin verða um næstu mánaðarmót.
Næsti leikur er á útivelli gegn Álftanesi næstkomandi laugardag 22. maí kl. 14.00.

Fyrsta stigið í hús

Fjarðabyggð gerði 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum í dag á útivelli.
Þróttur komst yfir með marki á 22. mínútu en það var Vice Kendes sem jafnaði metin á 80. mínútu og þar við sat.
Fyrsta stigið í 2. deild komið í hús og næst er það heimaleikur gegn Magna Grenivík næstkomandi föstudag 21. maí kl. 19.15 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Tveir leikir á útivelli um helgina

Karlaliðið leikur við Þrótt Vogum á Vogaídýfuvellinum í dag laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í 2. deild.
Kvennaliðið heldur á Hornafjörð og leikur við Sindra á morgun sunnudaginn 16. mai kl. 14.00 í Mjólkurbikarnum.